Betri nýting á hráefni
Ólafur Stolzenwald prentsmiðjustjóri hjá GuðjónÓ
Af hverju völduð þið að Svansvotta ykkar vöru/þjónustu?
Við fórum í þetta af forvitni að minnka jarðolíuefni í fyrstu og með hreinna loft í verksölum!
Hver er ávinningurinn af Svansvottun fyrir ykkur og umhverfið?
Fyrir okkur birtist það mest í betri nýtingu á hráefni, þá sérstaklega pappír. Það verður einnig aukinn skilningur í hönnun og prentvinnslu með hráefnið í fyrsta sæti. Hvað þá efnanotkun og flokkun. Hef sagt það áður að Svanurinn er í raun lítið gæðakerfi því allt verður gegnsætt í framleiðslunni.
Mælir þú með því að fara í gegnum Svansvottunarferlið?
Mæli 100% með Svansvottun þar sem hún á við og sérstaklega í allri framleiðslu.
Hvaða framþróun á Svansvottuninni sérð þú fyrir þér í framtíðinni?
Enn þá meiri kröfur á fyrirtækin sjálf og birgjana að bjóða uppá ennþá umhverfisvænni vöru. Við þurfum ekki að taka stórt skref til að hér fari ekkert almennt sorp frá verksmiðjunni.
Fleiri fréttir
17. nóvember 2025
Mötuneyti Seðlabankans Svansvottað
12. nóvember 2025
Jáverk fær sitt þriðja Svansleyfi – fyrstu Svansvottuðu íbúðirnar í Hveragerði
15. október 2025
Þarfaþing hlýtur sitt fyrsta Svansleyfi fyrir nýbyggingu að Áshamri 50
9. október 2025
