fbpx

Hvað er Svanurinn?

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem var komið á fót af Norrænu ráðherranefndinni árið 1989. Meginmarkmið Svansins er að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti. Á Íslandi er Umhverfisstofnun umsjónaraðili Svansvottunarinnar og vinnur náið með skrifstofum Svansins á öllum Norðurlöndunum.

Til þess að vara eða þjónusta geti hlotið Svansvottun verður norræni Svanurinn að hafa mótað kröfur fyrir viðkomandi vöru- eða þjónustuflokk. Svanurinn er umhverfismerki af Týpu 1 samkvæmt ISO 14024 umhverfisvottunarstaðlinum og er einn af stofnmeðlimum Global Ecolabelling Network.

Kröfur Svansins tryggja að vottuð vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna, með því að:

  • skoða allan lífsferilinn og skilgreina helstu umhverfisþætti
  • setja strangar kröfur um helstu umhverfisþætti sem skilgreindir hafa verið svo sem; efnainnihald og notkun skaðlegra efna, flokkun og lágmörkun úrgangs, orku- og vatnsnotkun, og gæði og ending
  • passa að þekkt hormónaraskandi og ofnæmis- eða krabbameinsvaldandi efni séu ekki notuð
  • herða kröfurnar reglulega þannig að Svansvottaðar vörur og þjónusta séu í stöðugri þróun

Lífsferilsmerki

Svansmerkið er lífsferilsmerki sem þýðir að í allri viðmiðaþróun er leitast við að hanna kröfur sem taka á öllum lífsferli vörunnar eða þjónustunnar sem um ræðir.

Hlutverk Umhverfisstofnunar

Umhverfisstofnun er umsjónaraðili Svansins á Íslandi. Starfsfólk Umhverfisstofnunar sér um að aðstoða fyrirtæki í gegnum vottunarferlið, að fara í úttektarheimsóknir, að gefa út leyfi auk þess að vinna að markaðssetningu og fræðslu um umhverfismerki.

Umhverfismerkisráð

Umhverfismerkisráð er samstarfshópur fulltrúa helstu hagsmunaaðila um umhverfismerki og er Umhverfisstofnun til ráðgjafar um stefnumótun Svansins. Í umhverfissmerkisráði eiga sæti fulltrúar frá Umhverfisstofnun, Neytendasamtökunum, Nýsköpunarmiðstöð, Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum ferðaþjónustu, Staðlaráði Íslands og frá landsbundnum félagasamtökum sem vinna að umhverfisvernd.

Starfsfólk Svansins

Bergljót Hjartardóttir

Sérfræðingur

bergljoth@ust.is

591 2000

Bergþóra Kvaran

Sérfræðingur

bergthora.kvaran@ust.is

591 2000

Birgitta Stefánsdóttir

Sérfræðingur

birgittas@ust.is

591 2000

Elva Rakel Jónsdóttir

Framkvæmdastjóri

elva@ust.is

591 2000

Guðrún Lilja Kristinsdóttir

Sérfræðingur

g.lilja.kristinsdottir@ust.is

591 2000

Þorbjörg Sandra Bakke

Sérfræðingur

thorbjorg.bakke@ust.is

591 2000

Hin Norðurlöndin

Tengiliðaupplýsingar fyrir Svaninn á Norðurlöndunum.

Danmörk

www.ecolabel.dk

info@ecolabel.dk

+45 72 30 04 50

Svíþjóð

www.svanen.se

info@svanen.se

+46 (0)8 55 55 24 00

Finnland

www.ecolabel.fi

joutsen@ecolabel.fi

+358 (0)424 2811

Noregur

www.svanemerket.no

info@svanemerket.no

+47 24 14 46 00