fbpx

Umsóknarferlið

  1. Sótt er um Svansvottun á þjónustugátt Umhverfisstofnunar
  2. Reikningur er sendur út skv. gjaldskrá
  3. Umsóknargögnum skilað inn
  4. Gögn yfirfarin af starfsmönnum Svansins og athugasemdum skilað
  5. Úttektarheimsókn
  6. Leyfisveiting
  7. Ársskýrsla og eftirlitsheimsókn árlega (fyrir þjónustufyrirtæki)
  8. Endurvottun þegar viðmið eru endurskoðuð (3 -5 ára fresti)
Smelltu hér til að sækja um svansvottun: Sækja um

Umsóknartími

Gott er að gefa sér góðan tíma í umsóknina og er mælt með að byrja að huga að undirbúningi hennar að minnsta kosti 6 mánuðum áður en fyrirhugað er að leyfið sé útgefið. Ferlið getur þó tekið mun skemmri tíma ef gott utanumhald er um innkaup fyrirtækisins og ef ekki þarf að fara í meiriháttar breytingar á innkaupum og efnanotkun fyrirtækisins.

Það atriði sem ræður mestu um umsóknartíma og framgang vottunar er að umsækjandi sé með gott utanumhald um gögn og hafi bolmagn til að setja starfsmann/menn í að vinna umsóknina.

Umsóknartími bygginga er allur byggingartíminn, frá hönnun til fullbúinnar byggingar.

Gjaldskrá

Kostnaður við Svaninn skiptist í umsóknargjald sem greitt er þegar sótt er um og árgjald sem er greitt árlega eftir að fyrirtækið fær vottun.

Almennt umsóknargjald:

  • 215.000 kr. fyrir lítil fyrirtæki (minna en 10 ársverk og heildarveltu undir 200. m.kr.)
  • 430.000 kr. fyrir stærri fyrirtæki

Umsóknargjald fyrir nýbyggingar og endurbætur

  • 525.000 kr. fast gjald, að auki skal greiða:
  • 680 kr./m2 að 20.000 m2 og
  • 340 kr./m2 umfram 20.000 m2

Árgjald*:

  • 0,15% af árlegri veltu þjónustu
  • 0,3% af árlegri veltu vottaðrar vöru
  • Ekkert árgjald fyrir nýbyggingar og endurbætur

*Afsláttur ef velta fer yfir ákveðna upphæð og hámarks- og lágmarksgjald fyrir hvern vöruflokk

Gjaldskrá Svansins í heild sinni

Hafa samband

Ef þú lendir í vandræðum eða hefur spurningar, ekki hika við að hafa samband við okkur og við hjálpum þér í gegnum ferlið.

Umhverfismerkið Svanurinn
Umhverfisstofnun
591 2000
svanurinn@ust.is