Ræstiþjónusta
Meginmarkmið Svansvottunar er að draga úr umhverfisáhrifum ræstinga, m.a. með því að stilla efnanotkun í hóf og notkun á sem hæstu hlutfalli umhverfisvottaðra efna við ræstingar. Strangar efnakröfur eru settar til að vernda heilsu þeirra sem koma að ræstingum auk þeirra sem nota rýmin eftir að ræstingum er lokið. Kröfurnar ná einnig til eldsneytisnotkunar, hringrásarhagkerfis og gæðastjórnunar, en skýr stýring á umhverfisþáttum og gæðastjórnun helst oft í hendur.
Viðmiðin
Viðmið Svansins fyrir ræstiþjónustur voru fyrst tekin í notkun lok árs 2002 og byggist á tilteknum fjölda skyldukrafna ásamt stigakerfi þar sem þarf að ná lágmarksfjölda stiga til að hljóta vottunina.
Svansvottað ræstifyrirtæki:
- Notar hátt hlutfall af umhverfisvottaðri efnavöru
- Lágmarkar notkun af óþarfa efnavöru
- Lágmarkar umhverfisáhrif vegna samgangna
- Er með starfsfólk sem er þjálfað í umhverfismálum og ræstingaaðferðum
- Hefur innleitt gæðastýringu til að tryggja há gæði í þjónustunni
Athugið að uppfærð viðmið fyrir ræstiþjónustur verða gefin út í byrjun árs 2025.
Hvað er hægt að votta
Fyrirtæki sem bjóða reglulega ræstingu og/eða gluggaþvott geta fengið Svansvottun.
Regluleg ræsting felur í sér reglubundin verk sem þarf að vinna til að halda hreinu innandyra. Eftirlit, söfnun úrgangs, alþrif og þrif á glerpörtum innanhús (svo sem glerveggir í skrifstofum) eru innifalin í þessum verkefnum. Með eftirliti er átt við þegar starfsfólk ræstingaþjónustunnar ganga um rýmið og athuga hvort þörf er á þrifum og tæma ruslatunnur.
Ekki er hægt að votta sérhæfðar ræstingar, svo sem sótthreinsun, teppahreinsun, sértæk hreinsun (t.d vegna myglu eða asbests), hreinsun vegna óhappa (t.d rakaskemmda og eða bruna), hreinsun loftræstikerfa, hreinsun iðnaðarrýma (t.d rannsóknarstofa, framleiðslusvæða í matvælaiðnaði), hreinsun á klæðningum og byggingum og skurðstofum.
Gjaldskrá
Kostnaður við Svaninn skiptist í umsóknargjald sem greitt er þegar sótt er um og árgjald sem er greitt árlega eftir að fyrirtækið fær vottun.
Umsóknargjald:
- 215.000 ISK fyrir lítil fyrirtæki (minna en 10 ársverk og heildarveltu undir 200. m.kr.)
- 430.000 ISK fyrir stærri fyrirtæki
Árgjald:
- 0,15% af árlegri veltu þjónustu
- Þó að lágmarki 75.000 ISK og að hámarki 600.00 ISK
Ítarefni
Tengiliður
Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir
Sérfræðingur
ester.alda.hrafnhildar.bragadottir@umhverfisstofnun.is
591 2000