fbpx

Notkun Svansmerkisins

Leyfishöfum ber að kynna sér reglur og leiðbeiningar um notkun norræna umhverfismerkisins Svansins. Hér að neðan má finna bæði nákvæmar leiðbeiningar um hvernig má og má ekki nota Svansmerkið í markaðssetningu á vörum og þjónustu, ásamt almennum reglum um Svansmerkið og vottunina.

Leyfishafar geta hlaðið niður Svansmerkinu hér að neðan en í möppunum er að finna allar útgáfur merkisins sem leyfilegt er að nota. Möppurnar skiptast upp í merki fyrir vörur, merki fyrir þjónustu, merki fyrir vottaða prentgripi og merkið á ensku. Við bendum einnig á að leyfishafar geta fengið lógó-möppu frá tengilið sínum innan Svansins þar sem má finna allar leyfilegar útgáfur af merkinu með leyfisnúmeri leyfishafans. Einnig er hægt að fá sendar leiðbeiningar um notkun Svansmerkisins í fullri upplausn.

Leiðbeiningar fyrir notkun merkisins