fbpx
28. febrúar 2022

Svansvottaðir skólar í Finnlandi – masters rannsókn

Nýleg masters rannsóknarritgerð við Finnska Háskólann í Jyväskylä leiðir í ljós að kennarar og nemendur í Svansvottuðum skólum líður vel með skólaumhverfið og kemur meðal annars fram að slíkir skólar geti leitt til betri námshæfileika hjá nemendum.

Merenoja skóli í Kalajoki og Alaranta skóli í li eru fyrstu Svansvottuðu skólarnir í Finnlandi. Skólarnir eru báðir hannaðir og byggðir eftir viðmiðum Svansins um nýbyggingar en þar er meðal annars tekið tillit til orkunotkunar, byggingarefna, innilofts, hljóðvistar ofl.

Kamilla Komulainen og Jenni Latva-aho framkvæmdu rannsóknina sem hluta af mastersverkefni þeirra í kennslufræði en þar skoðuðu þær upplifun nemenda og kennara í þessum Svansvottuðu skólum með því að senda út spurningarlista.

Þar kom meðal annars í ljós að börn njóta frekar námsins þegar boðið er upp á stór og þæginleg námsrými sem gefa tækifæri á félagslegum samskiptum en einnig er mikilvægt að inniloftið sé gott. Orð eins og mygluleysi, lyktarleysi og auðveld öndun voru til dæmis ítrekað nefnd í svörum nemendanna. Mörg af svörum nemendanna voru einnig á þann veg að inniloftið væri ferskt og að ákveðin öryggistilfinning fylgdi skólanum sem jók vellíðun þeirra.

Kennarar voru almennt sammála um að líklegt sé að Svansvottaðir skólar geti haft jákvæð áhrif á námshæfileika nemenda bæði til skamms og lengri tíma. Þeir nefndu einnig að þeir fyndu minna fyrir streitu og að áhyggjur út af slæmu innilofti í vinnunni væri úr sögunni.

Hér má finna lengri grein um rannsóknina (á finnsku)

og Hér má finna sjálfa mastersritgerðina

 

 

 

Fleiri fréttir