2. nóvember 2022
Upptaka – Umhverfisvænni framkvæmdir
Í gær hélt Umhverfisstofnun opinn fyrirlestur um umhverfisvænni framkvæmdir fyrir heilsusamlegra heimili. Í fyrirlestrinum fór Bergþóra Kvaran, starfsmaður Svansins hjá Umhverfisstofnun, yfir góð ráð sem vert er að hafa í huga í framkvæmdum á heimilinu. Til dæmis hvernig við getum varast skaðleg efni, tryggt gæði innilofts, lágmarkað orkunotkun og þekkt áreiðanleg umhverfismerki.
Hægt er að nálgast fyrirlesturinn á youtube-rás Umhverfisstofnunar. Einnig er búið að taka saman þær spurningar sem áheyrendur settu fram og svörin við þeim á heimasíðu stofnunarinnar.
Við hvetjum áhugasama um að hlusta á kynninguna og skoða spurt & svarað. Ef einhverjar frekari spurningar koma upp má að sjálfsögðu alltaf hafa samband í gegnum svanurinn@ust.is.