Opin kynning á nýjum viðmiðum fyrir Svansvottaðar nýbyggingar
Þann 28. mars kl 11 verður opin kynning í beinu streymi sem má nálgast hér um ný viðmið Svansins fyrir nýbyggingar. Viðmiðin eru númer 4 og felast helstu breytingar á kröfunum meðal annars í orku- og loftslagskaflanum, búið er að styrkja hringrásarhagkerfis kaflann og margt fleira.
Farið verður yfir atriði eins og:
- Hlestu breytingar frá útgáfu 3
- Helstu áherslur útgáfu 4
- Skyldu – og valkröfur nýju viðmiðana
Gefið verður færi á að spyrja spurninga en áhugasamir eru hvattir til að spyrja spurninga inni á spjallinu á fundarboðinu eða skrá inn spurningu hér.
Svör við spurningum verða svo birt eftir kynninguna
Hér má finna viðburðinn á facebook: Ný viðmið fyrir Svansvottaðar nýbyggingar – Opin kynning | Facebook
Hér má finna hlekk á upptöku viðburðarins: Opin kynning á viðmiðum Svansins fyrir nýbyggingar – útgáfa 4
Bergþóra Kvaran og Guðrún Lilja Kristinsdóttir sérfræðingar í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun sjá um kynninguna.