fbpx
20. desember 2023

Veitingaþjónusta Landspítalans endurvottuð

Framkvæmdastjóri og starfsmaður Svansins ásamt stjórnendum Veitingaþjónustu Landsspítalans. Mynd: Norvell Jósef Salinas

Veitingaþjónusta Landspítalans hlutu nýverið endurvottun Svansins í uppfærðum viðmiðum fyrir veitingarekstur.

Veitingaþjónustan, sem fyrst hlaut Svansvottun árið 2015, hafa stigið mikilvæg skref til að uppfylla uppfærð og hert viðmið, sem tryggja gæði og aðgerðir í þágu umhverfisins.

Metnaðurinn hefur sýnt sig í ferlinu, en meðal annars hefur Veitingaþjónustan aukið framboð af lífrænum vörum, tryggt notkun á umhverfisvottuðum efnavörum við þrif, sem og bætt úrgangsflokkun á öllum starfsstöðvum. Auk þess fékk allt starfsfólk kynningu á Svaninum og því sem vottunin stendur fyrir í aðdraganda endurvottunarinnar.

Leyfisveiting fór fram 19. desember síðastliðinn þar sem starfsfólk fagnaði og gæddi sér á vel verðskuldaðri tertu.

Við óskum Veitingaþjónustu Landspítalans innilega til hamingju með endurvottunina og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Fleiri fréttir