fbpx
24. apríl 2024

Nú mögulegt að votta fleiri tegundir nýbygginga

Nýlegar breytingar voru gerðar á viðmiðum Svansins fyrir nýbyggingar þar sem samþykkt var að hægt væri að Svansvotta fleiri tegundir bygginga, nú er því hægt að votta eftirfarandi:

  • Íbúðarhúsnæði
  • Skólabyggingar
  • Skrifstofuhúsnæði
  • Byggingar sem hýsa ráðstefnurými – NÝTT
  • Heilsustofnanir og heilsugæslur – NÝTT
  • Hótelbyggingar – NÝTT
  • Heimili þar sem íbúar dvelja í lengri eða skemmri tíma, svo sem meðferðarheimili, hjúkrunarheimili ofl. – NÝTT

Áður var hægt að votta heilsugæslur og hjúkrunarheimili en þá voru heilsugæslur teknar inn sem skrifstofubygging og hjúkrunarheimili sem íbúðarhús. Nú hefur hins vegar verið skrifaðar sér kröfur fyrir þessar tegundir bygginga þar sem það á við.

Eins og staðan er í dag er ekki hægt sé að votta allar tegundir bygginga en helsta ástæðan er sú að kröfur viðmiðanna taka að hluta til mið af byggingarreglugerðum hvers lands. Byggingarreglugerðir annarra landa eru  ítarlegri en hér á landi og með ólíkar kröfur á mismunandi tegundir bygginga sem hefur valdið vissu flækjustigi.

Svanurinn er hins vegar í stöðugri endurskoðun hvað varðar viðmiðin og því ekki útilokað að fleiri tegundir bygginga bætist við í framtíðinni

Fleiri fréttir