fbpx
3. júlí 2024

Hótel Rauðaskriða: Vottað hótel í 13 ár

Harald Jóhannesson, eigandi Hótel Rauðaskriðu og Ester Alda H. Bragadóttir, sérfræðingur hjá Svaninum.

Hótel Rauðaskriða stóðst á dögunum endurvottun Svansins í annað sinn, en hótelið hefur verið vottað síðan 2011. Hótelið er þess vegna sá leyfishafi í viðmiðum fyrir Hótel, veitingarekstur og ráðstefnurými sem lengst hefur skartað Svansvottun hérlendis samfellt.

Hótel Rauðaskriða er fjölskyldurekið hótel í Aðaldal með 37 herbergi til útleigu. Hótelið hefur, eftir endurvottunina, staðist enn strangari kröfur Svansins, meðal annars varðandi efnanotkun við þrif, úrgangsstjórnun, orku- og vatnsnotkun sem og um sjálfbærni matvæla sem í boði eru á hótelinu. Hótel Rauðaskriða er til að mynda alltaf með lífrænt vottaða matvörur á boðstólnum, mikið er verslað í heimabyggð og engin erfðabreytt matvæli keypt inn.

Stöðugt er leitast við að bæta umhverfisstarfið enn frekar, sem skilar sér í góðu utanumhaldi og upplýsinga til gesta.

Svanurinn óskar Hótel Rauðaskriðu og öllu starfsfólki innilega til hamingju með árangurinn og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Fleiri fréttir