fbpx
10. júlí 2025

Viðmið Svansins fyrir nýbyggingar uppfærð – menningarhús og lagerhúsnæði bætast við

Nýlega voru gerðar breytingar á viðmiðum Svansins fyrir nýbyggingar þegar útgáfa 4.5 var uppfærð í útgáfu 4.6. Með þessari uppfærslu hefur verið samþykkt að fleiri tegundir bygginga geti fengið Svansvottun. Nú er því hægt að Svansvotta eftirfarandi byggingategundir:

  • Íbúðarhúsnæði

  • Skólabyggingar

  • Skrifstofuhúsnæði

  • Byggingar sem hýsa ráðstefnurými

  • Heilsustofnanir og heilsugæslur

  • Hótelbyggingar

  • Heimili þar sem íbúar dvelja í lengri eða skemmri tíma, svo sem meðferðarheimili og hjúkrunarheimili

  • Menningarhús, svosem bókasöfn, listasöfn, leikhús ofl. – NÝTT

  • Lagerhúsnæði – NÝTT

Með þessum viðbótum skapast aukin tækifæri fyrir fjölbreyttari verkefni til að öðlast vottun og þannig stuðla að sjálfbærari byggingariðnaði.

Enn er þó ekki hægt að Svansvotta allar tegundir bygginga. Helsta ástæðan er sú að kröfur viðmiðanna taka að hluta mið af byggingarreglugerðum hvers lands. Byggingarreglugerðir á Norðurlöndunum eru víða ítarlegri en hér á landi og leggja ólíkar kröfur á mismunandi tegundir bygginga, sem hefur valdið vissu flækjustigi.

Svanurinn er þó í stöðugri þróun og áhersla lögð á að bæta við fleiri tegundum bygginga í framtíðinni. Sem dæmi má nefna að unnið er að því að kanna möguleika á að bæta verslunarhúsnæði við viðmiðin.

Fleiri fréttir