Harðar kröfur – Auðvelt val: Morgunfundur Svansins haldinn hátíðlegur

Þann 3. september síðastliðinn var Morgunfundur Svansins haldinn hátíðlegur í Norræna húsinu. Að þessu sinni var sjónum beint að neytendum og bar fundurinn yfirskriftina Harðar kröfur – Auðvelt val, sem eru jafnframt einkunnarorð Svansins.
Ástæðan fyrir þessu þema er sú að það getur því reynst erfitt að forgangsraða aðgerðum í umhverfismálum og taka upplýstar ákvarðanir þegar misvísandi skilaboð berast úr ýmsum áttum og við getum ekki öll verið sérfræðingar í umhverfismálum. Raunin er að neytendur þurfa ekki að vera sérfræðingar í umhverfismálum til að að stuðla að sjálfbærni í sínum innkaupum. Við hjá Svaninum vildum því leggja áherslu á hvernig Svanurinn getur einfaldað innkaupin og hjálpað leyfishöfum og söluaðilum að aðgreina sig á markaðinum. Með því að setja harðar kröfur á okkar leyfishafa tryggjum við að neytendur standi frammi fyrir auðveldu vali þegar þau vilja velja vörur og þjónustu sem eru betri fyrir umhverfið og heilsuna. Einnig var dagurinn nýttur til þess að horfa til fortíðar og setja í samhengi árganginum sem Svanurinn hefur náð síðustu ár.
Alls mættu um 80 manns í Norræna húsið og um 200 manns fylgdust með í streymi.
Við hjá Svaninum viljum þakka öllum sem mættu á viðburðinn innilega fyrir. Í spilaranum hér að neðan má finna upptöku af fundinum: