6. október 2025

Ný gjaldskrá fyrir umhverfismerkið Svaninn

Gefin var út ný og uppfærð gjaldskrá fyrir umhverfismerkið Svaninn þann 30. september s.l. Helstu breytingar miðað við fyrri gjaldskrá er að búið að er innleiða og útfæra gjaldtöku fyrir Svansvottaða viðburði annars vegar og rekstur og viðhald bygginga hins vegar. Þessir tveir vöruflokkar eru töluvert frábrugðnir hefðbundnum vöru- og þjónustuflokkum sem Svanurinn vottar og því er gjaldtakan nokkuð ólík því sem almennt gerist.

Hægt er að sjá gjaldskránna í heilu lagi hérna: GJALDSKRÁ fyrir norræna umhverfismerkið, Svaninn. | Stjórnartíðindi

Hefurðu einhverjar spurningar eða athugasemdir við efni fréttarinnar? Endilega hafðu samband á svanurinn@uos.is

Fleiri fréttir