fbpx
28. febrúar 2020

Opið umsagnarferli fyrir prentþjónustur 041

Undanfarin ár hefur Norræna umhverfismerkið Svanurinn unnið að uppfærslu á viðmiðum Svansins fyrir prentþjónustur. Til að samstaða sé um innihald viðmiðanna er mjög mikilvægur hluti af ferlinu að fá viðbrögð frá geiranum og leyfishöfum.

Gæðakerfi Svansins byggir upp á að öll viðmið séu endurskoðuð reglulega til að Svanurinn haldi sérstöðu sinni og fyrirtæki með Svaninn séu raunverulega í fararbroddi í umhverfismálum. Endurskoðunin byggir á lífsferilshugsun þar sem lagt er upp með að gera kröfur um þá þætti í rekstri fyrirtækisins sem hefur hvað mest umhverfisáhrif og þar af leiðandi má finna mestu möguleika á umbótum.

Hér má finna tillögur að nýjum viðmiðum og bakgrunnsskjal með ítarefni um hverja kröfu.

Einnig má hér finna bréf sem sent var á alla leyfishafa og fer yfir helstu breytingar á viðmiðunum frá síðustu útgáfu.

Athugasemdir og spurningar sendist á steinunn.karlsdottir@ust.is í síðasta lagi 30. júní.

HVERJIR GETA SENT INN UMSÖGN?

Hver sem er, fyrirtæki og stofnanir sem hafa áhuga á viðmiðaþróun Svansins fyrir prentþjónustur.

HVAÐ SVO?

Þegar umsagnarferlinu lýkur eru athugasemdir teknar saman og metnar. Eftir það eru lagðar fram nýjar tillögur að uppfærðum viðmiðum sem fara svo til samþykktar hjá Norræna Umhverfismerkisráðinu.

Samantekt athugasemda sem fram komu í umsagnarferlinu eru hluti af þeim gögnum sem lögð eru fyrir ráðið. Samantektin er einnig gefin út samhliða útgáfu nýrra viðmiða.

Fleiri fréttir