ÁK Smíði hlýtur sitt fyrsta Svansleyfi fyrir nýbyggingu
			Byggingarverktakinn ÁK Smíði hefur hlotið sitt fyrsta Svansleyfi fyrir fjölbýlishús staðsett í Hörgársveit. Um er að ræða fyrstu nýbyggingarnar sem hljóta Svansvottun í því sveitarfélagi og jafnframt fyrstu byggingarnar sem fara á almennan markað á norðurlandi.
Svanurinn tekur mið af öllum lífsferlinum og snúa kröfurnar í nýbyggingarviðmiðunum að því að sjá til þess að skaðleg efni í byggingaefnum séu takmörkuð, að sett sé upp rakavarnaráætlun, tekið sé mið af dagsbirtuhönnun og orkunotkun í hönnunarferlinu og margt fleira.
Þegar leyfishafar fara í gegnum sitt fyrsta verkefni er sett töluverð vinna í að aðlaga framkvæmdina í samræmi við kröfur Svansins og er það eitthvað sem getur verið lærdómsríkt að taka með sér inn í almenna verkferla sem unnið er eftir til að lágmarka umhverfisáhrif nýbygginga.
ÁK smíði hefur lagt upp með að hafa nýtni að leiðarljós og leggja metnað í að byggja hús þar sem fólki líður betur. „Svansvottun er ákveðinn gæðastimpill, sérstaklega fyrir kaupendur þar sem kröfur eru gerðar á innivist, rakavarnir ofl.“ segir Viðar Kristjánsson sem hélt utan um Svansvottunarferlið fyrir hönd ÁK Smíði
Hér má sjá frétt um leyfisveitinguna hjá Akureyri.net
			15. október 2025
			
			9. október 2025
			
			9. október 2025
			
			8. október 2025
			