Umhverfismerkið Svanurinn býður öll velkomin á rafrænan ársfund þriðjudaginn 9. nóvember kl. 9-11. Hlekk á fundinn má finna hér.
Á dagskrá eru erindi um kosti þess að selja og velja umhverfisvottun Svansins frá sjónarhóli neytenda og fyrirtækja.
Sérstakur gestur okkar að þessu sinni er vísindamaðurinn Dr. Fredrik Moberg sem rekur samtökin Albaeco sem er ráðgjafaþjónusta um sjálfbæra þróun og þolmörk jarðar, viðnámsþrótt, vistkerfaþjónustu og líffræðilegan fjölbreytileika. Hann starfar einnig við rannsóknir hjá Stockholm Resilience Centre við Stokkhólms háskóla. Fredrik mun fjalla um „biomimicry“ en það er hvernig líffræðingar vinna með arkitektum, verkfræðingum og hönnuðum til að líkja eftir aðferðum og lausnum náttúrunnar og knýja þannig fram umbreytinguna yfir í sjálfbærari samfélög.
DAGSKRÁ
09:00 Opnunarerindi – Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins á Íslandi
09:15 Getur Svansvottun leitt til betri vaxtarkjara? – Kristrún Tinna Gunnarsdóttir og Helgi Jóhann Björgvinsson, Íslandsbanki
09:30 Svansvottuð ferðaþjónusta – Sigríður Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Farfugla
09:35 Náttúran vísar veginn að sjálfbærni – Dr. Fredrik Moberg, Albaeco og Stockholm Resilience Centre
09:50 Umræður
HLÉ
10:15 Efnin í umhverfi okkar og heilsufarslegir hvatar – Bergljót Hjartardóttir, sérfræðingur Svansins
10:30 Svansvottaðar byggingar – Sigrún Melax, JÁVERK
10:35 Umhverfisvottanir í innkaupastefnu ríkisins – Brynja Björg Halldórsdóttir, lögmaður og sérfræðingur hjá Ríkiskaupum
10:45 Afstaða með umhverfinu er ákvörðun – Agata T. Siek, gæðastjóri Daga
10:50 Umræður
***Vegna fjölgun COVID-19 smita í samfélaginu hvetjum við gesti til þess að fara í hraðpróf fyrir fundinn.***