Ársfundur Svansins 2021
Umhverfismerkið Svanurinn býður öll velkomin á rafrænan ársfund þriðjudaginn 9. nóvember kl. 9-11. Hlekk á fundinn má finna hér.
Á dagskrá eru erindi um kosti þess að selja og velja umhverfisvottun Svansins frá sjónarhóli neytenda og fyrirtækja.
Sérstakur gestur okkar að þessu sinni er vísindamaðurinn Dr. Fredrik Moberg sem rekur samtökin Albaeco sem er ráðgjafaþjónusta um sjálfbæra þróun og þolmörk jarðar, viðnámsþrótt, vistkerfaþjónustu og líffræðilegan fjölbreytileika. Hann starfar einnig við rannsóknir hjá Stockholm Resilience Centre við Stokkhólms háskóla. Fredrik mun fjalla um „biomimicry“ en það er hvernig líffræðingar vinna með arkitektum, verkfræðingum og hönnuðum til að líkja eftir aðferðum og lausnum náttúrunnar og knýja þannig fram umbreytinguna yfir í sjálfbærari samfélög.
DAGSKRÁ
Fleiri fréttir
17. nóvember 2025
Mötuneyti Seðlabankans Svansvottað
12. nóvember 2025
Jáverk fær sitt þriðja Svansleyfi – fyrstu Svansvottuðu íbúðirnar í Hveragerði
15. október 2025
Þarfaþing hlýtur sitt fyrsta Svansleyfi fyrir nýbyggingu að Áshamri 50
9. október 2025
