fbpx
11. nóvember 2022

Bransadagar Iðunar

Bransadagar Iðunar fræðsluseturs fóru fram á dögunum með þemanu sjálfbærni. Viðburðurinn fór að mestu fram á netinu en lauk með stórum viðburði í dag. Svanurinn tók virkan þátt í bransadögunum og átti í góðu samstarfi með Iðunni í aðdraganda daganna. Sérfræðingar Svansins tóku þátt í gerð kynninga og sófaspjalls um byggingargeirann, veitingageirann og prentiðnaðinn. Einnig heimsótti Iðan skrifstofur KPMG í Borgartúni þar sem BYGG hefur umsjón með Svansvottuðum endurbótum á skrifstofuhúsnæðinu. Upptökurnar eru aðgengilegar öllum á heimasíðu bransadaga. Við þökkum Iðunni kærlega fyrir samstarfið nú sem endranær og hlökkum til næstu verkefna, meðal annars áframhaldandi námskeiðishaldi um Svansvottaðar byggingar.

Svansvottaðar byggingar
Bergþóra Kvaran, sérfræðingur hjá Svaninum

Svansvottaðar byggingarframkvæmdir
Guðrún Ólafsdóttir, öryggis- og gæðastjóri BYGG

Svansvottanir í veitingageiranum
Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Svaninum

Umhverfisvænni prentiðnaður – hvað getum við gert betur? 
Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Svaninum

Fleiri fréttir