fbpx
18. ágúst 2023

Farfuglar SES hljóta endurvottun fyrir Dal og Loft

Sigríður Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Farfugla SES, og Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins, í hópi starfsfólks Farfugla SES.

Farfuglar SES hafa hlotið endurvottun Svansins, og eru þar með fyrsti leyfishafinn til að ljúka endurvottun í viðmiðum fyrir hótel og veitingastaði hérlendis. Endurvottunin er veitt vegna hertra viðmiða, en Svanurinn endurskoðar öll viðmið reglulega og herðir kröfur í öllum viðmiðaflokkum.  

Farfuglar SES hlutu endurvottunina fyrir gisti- og veitingastaðina Dal og Loft. Dalur er einn af elstu leyfishöfum Svansins, en staðurinn hefur verið með Svansvottun síðan 2004 og Loft bættist svo við árið 2013.  

Mikill metnaður er fyrir umhverfismálum á stöðunum sem sannast vel í faglegri umsókn og hefur vottunarferlið allt verið til fyrirmyndar hjá fyrirtækinu. Endurvottunin staðfestir að Farfuglar SES eru í stöðugri framþróun í málaflokknum og sýna þau gott fordæmi með hollustunni við áreiðanlegt vottunarkerfi sem Svanurinn er.  

Við óskum Farfuglum SES innilega til hamingju og hlökkum til áframhaldandi samstarfs!

Fleiri fréttir