1. desember 2016
Héraðsprent á Egilstöðum fær Svansvottun
Nýverið fékk Héraðsprent á Egilsstöðum Svansvottun. Héraðsprent er þrettánda prentsmiðjan á Íslandi sem hlýtur vottun undir viðmiðum Svansins. Héraðsprent er fjölskyldurekin prentsmiðja sem hefur starfað frá 1972 þegar Þráinn Skarphéðinsson og Gunnhildur Ingvadóttir festu kaup á offsett vél og fluttu austur. Upprunalega prentvélin er enn í notkun þótt fyrirtækið hafi stækkað og dafnað.
Svanurinn stuðlar að sjálfbærari neyslu og því er mjög ánægjulegt að íbúar á Héraði geti leitað til Svansvottaðrar prentsmiðju. Umhverfisstofnun óskar Héraðsprenti innilega til hamingju með árangurinn.