13. október 2023
Hótel Eldhestar ljúka endurvottun

Hótel Eldhestar hafa lokið endurvottun Svansins samkvæmt viðmiðum fyrir Hótel, veitingastaði og ráðstefnurými.
Svanurinn endurskoðar útgefin viðmið reglulega og herðir kröfur, sem er mikilvægt til að vera hvetjandi fyrir markaðinn og leiðandi fyrir regluverkið.
Hótel Eldhestar hefur verið vottað af Svaninum síðan 2011 og hafa jafnt og þétt stigið metnaðarfull skref í átt að sjálfbærari og umhverfisvænni rekstri.
Við óskum þeim innilega til hamingju með að stíga áfram skref með Svaninum í átt að sjálfbærari framtíð!