Hótel Rauðaskriða: Vottað hótel í 13 ár

Hótel Rauðaskriða stóðst á dögunum endurvottun Svansins í annað sinn, en hótelið hefur verið vottað síðan 2011. Hótelið er þess vegna sá leyfishafi í viðmiðum fyrir Hótel, veitingarekstur og ráðstefnurými sem lengst hefur skartað Svansvottun hérlendis samfellt.
Hótel Rauðaskriða er fjölskyldurekið hótel í Aðaldal með 37 herbergi til útleigu. Hótelið hefur, eftir endurvottunina, staðist enn strangari kröfur Svansins, meðal annars varðandi efnanotkun við þrif, úrgangsstjórnun, orku- og vatnsnotkun sem og um sjálfbærni matvæla sem í boði eru á hótelinu. Hótel Rauðaskriða er til að mynda alltaf með lífrænt vottaða matvörur á boðstólnum, mikið er verslað í heimabyggð og engin erfðabreytt matvæli keypt inn.
Stöðugt er leitast við að bæta umhverfisstarfið enn frekar, sem skilar sér í góðu utanumhaldi og upplýsinga til gesta.
Svanurinn óskar Hótel Rauðaskriðu og öllu starfsfólki innilega til hamingju með árangurinn og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.
Fleiri fréttir

Jáverk fær Svansvottun fyrir eitt af mörgum fjölbýlishúsaverkefnum í vottunarferli

Harðar kröfur – Auðvelt val: Morgunfundur Svansins haldinn hátíðlegur

Eykt hlýtur sitt fyrsta Svansleyfi fyrir fjölbýlishús í Hafnarfirði
