Hvað er á bakvið Svansvottað húsnæði?
Undanfarin ár hefur íbúðum í Svansvottunarferli fjölgað svo um munar en fyrirtæki hafa séð í auknum mæli sinn hag í að taka betri og meðvitaðri ákvarðanir fyrir umhverfið, bætta innivist og betri lífsgæði
Svansvottun felur í sér að tekið er tillit til alls lífsferils „vörunnar“ sem vottuð er, allt frá hráefnum yfir í framkvæmd, notkun og svo úrgangsstjórnun.
En hvað þýðir þetta fyrir almenning?
Í Svansvottunarferlinu þarf að uppfylla meira en 40 skyldukröfur og ná ákveðnum fjölda stiga með valkröfum. Kröfunum er skipt upp eftir áhersluflokkum Svansins; loftslagsmálum, hringrásarhagkerfinu, innivist og fleira og geta kröfurnar skipt sköpum þegar kemur að gæðum byggingarinnar, innivist og fleiru.
Dæmi um kröfur sem hafa bein áhrif á notendur hússins eru:
Dagsbirtuútreikningar; krafa er gerð um að reiknaður sé dagsbirtufaktor (e. daylight factor) fyrir helstu íverurými byggingunnar sem tryggir það að rýmin njóti hámarksdagsbirtu þegar hún er til staðar.
Loftgæði; flestar Svansvottaðar byggingar eru með loftræsikerfi sem tryggir betra inniloft, að lykt eins og matarlykt eyðist fyrr og að ferskt loft sé til staðar án þess að opna þurfi glugga.
Byggingaefni; Allar bygginga- og efnavörur sem notaðar eru í verkefnið þurfa að vera leyfilegar til notkunar. Til þess að vara sé leyfileg þarf hún að vera annað hvort vottuð af ákveðnum umhverfismerkjum eða að standast kröfur um efnainnihald sem þýðir að tryggt sé að skaðleg efni séu í lágmarki.
Rakaforvarnir; á framkvæmdarferlinu þarf að skipa rakavarnarfulltrúa sem setur upp rakavarnaráætlun sem fylgja skal eftir. Í þessari áætlun er skilgreint hvernig geyma eigi byggingaefni á framkvæmdartíma, hvernig tryggja eigi að byggingaefni séu orðin nógu þurr aður en þeim er lokað, hvernig þurrka eigi bygginguna og fleira.
Það er því gríðarlega mikill ávinningur í að fjárfesta í Svansvottuðu húsnæði en í dag eru þónokkrar íbúðir í sölu sem eru ýmist Svansvottaðar eða í Svansvottunarferli:
Íbúðir í Hafnarfirði – Áshamar
Íbúðir í Hafnarfirði – Áshamar
Íbúðir í Hafnarfirði – Áshamar
Íbúðir í Hafnarfirði – Áshamar, væntanlegt í sölu 2025
Íbúðir í Hafnarfirði – Ásvellir, væntanlegt í sölu
Íbúðir í Hafnarfirði – Hringhamar 9-19
Íbúðir í Hafnarfirði – Baughamar
Íbúðir í Kópavogi – Traðarreitur
Íbúðir á Seltjarnarnesi – Bygggarðar
Íbúðir í Reykjavík – Orkureiturinn