Hvað er SCDP?
SCDP, nýja vörugáttinn, fjólubláa vörugáttin, eða einfaldlega „vörugáttin“, hvað þýðir þetta?
SCDP eða Supply Chain Declaration Portal er vörugátt sem Norræna Umhverfismerkið Svanurinn hefur notað til að halda utan um vörur sem eru ekki Svansvottaðar en má nota í Svansvottuð byggingaverkefni. Þessi vörugátt er ætluð söluaðilum eða framleiðendum á byggingavörum en þar skila þau inn upplýsingum um vörur til að fá þær skráðar í SCDP.
Kröfur settar fyrir byggingaviðmið Svansins
Ástæðan fyrir að Svanurinn óskar eftir þessum upplýsingum er að í Svansvottuðum byggingum eru strangar kröfur um efnisval til að tryggja góða innivist. Einfaldast er þegar vörur eru Svansvottaðar (eða Evrópublómsvottaðar) en þar sem ekki er hægt að votta allar tegundir byggingavara leyfir Svanurinn líka notkun á vörum sem eru skráðar í SCDP.
Þegar vörur eru skráðar í SCDP er aðeins verið að skoða efnin í vörunni og meta þau gegn lágmarks efnakröfum sem Svanurinn setur til þess að tryggja góða innivist í Svansvottuðum byggingum. Þessar vörur eru ekki „samþykktar,“ „stimplaðar“ eða „vottaðar“ á neinn hátt af Svaninum en þær má nota í Svansvottaðar byggingar ef þær standast þessar einföldu efnakröfur.
Upplýsingar um að vara sé skráð í SCDP eru einungis ætlaðar þeim sem eru að byggja Svansvottaðar byggingar. Vörur eru ekki taldar „umhverfisvænar“ eða „grænar“ o.s.frv. á þeim forsendum einum að þær eru skráðar í SCDP.
Lesið meira hér.