IKEA fær Svansvottun á valdar eldhúsinnréttingar
IKEA hefur nú fengið Svansvottun á ákveðnum eldhúsinnréttingum. Vottunin nær til METOD grunnskápanna, EKBACKEN borðplatna, HAVSTORP framhliða, KNIVSHULT og MAXIMERA skúffa, sem og UTRUSTA framhliða, hilla og annars innvols. Með þessu bætir IKEA við sívaxandi úrval Svansvottaðra innréttinga og byggingarvara á íslenskum markaði.
IKEA hefur lengi lagt mikla áherslu á sjálfbærni og að skapa jákvæð áhrif í samfélaginu. Í sjálfbærnistefnu fyrirtækisins segir meðal annars:
„Við viljum hafa jákvæð áhrif á fólk, samfélög og jörðina. Fyrir okkur snýst það um að koma jafnvægi á hagvöxt og jákvæð samfélagsleg áhrif með umhverfisvernd. Við viljum uppfylla þarfir fólks án þess að skerða möguleika komandi kynslóða. Við viljum veita innblástur og gera eins mörgum og mögulegt er kleift að lifa sjálfbærara lífi á einfaldan og hagkvæman hátt. Við leggjum okkar af mörkum með hringrásarhugsun, orkuhlutleysi og með því að hafa jákvæð áhrif hvar sem við erum í heiminum.”
Sjálfbærniskýrslur IKEA, sem gefnar eru út árlega, sýna skýrt hvernig fyrirtækið vinnur markvisst með loftslagsmál, vernd náttúrunnar og hringrásarhugsun. Jafnframt er lögð rík áhersla á að meta alla birgja í virðiskeðjunni út frá skýrum sjálfbærnikröfum
Vottuð eldhúsinnrétting – allt lífsferlið metið
Við Svansvottun er horft til alls lífsferils vörunnar – frá hráefnum og framleiðslu til notkunar og úrgangsfasa. Til að standast kröfur Svansins þurfa eldhúsinnréttingar að uppfylla strangar kröfur um sjálfbært timbur, takmörkun skaðlegra efna og að varan sé endingargóð, viðgerðarhæf og endurvinnanleg. Þá eru innréttingar prófaðar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum til að tryggja gæði og langlífi.
Skref sem styrkir valkosti byggingargeirans
Með Svansvottuðum eldhúsinnréttingum IKEA eykst framboð á vottuðum vörum sem henta bæði Svansvottuðum nýbyggingum og endurbótum. Í nýbyggingarviðmiðum Svansins er hægt að fá stig fyrir notkun Svansvottaðra vara, og í Endurbóta- og Rekstrar- og Viðhaldsviðmiðum er sérstaklega hvatt til að velja vottaðar lausnir þegar hægt er.
Þetta nýja skref IKEA styður því við áframhaldandi þróun og fjölgun Svansvottaðra valkosta á Íslandi.
Fleiri fréttir
11. desember 2025
IKEA fær Svansvottun á valdar eldhúsinnréttingar
4. desember 2025
Jáverk fær tvö ný Svansleyfi – fyrstu Svansvottuðu íbúðirnar í Hveragerði og Kópavogi
17. nóvember 2025
Mötuneyti Seðlabankans Svansvottað
15. október 2025
