Kópavogsbær fær sitt fyrsta Svansleyfi fyrir nýbyggðan búsetukjarna

Kópavogsbær hefur hlotið sitt fyrsta Svansleyfi fyrir nýbyggingu, búsetukjarnann að Kleifarkór, sem er ætlaður fólki með fötlun. Í kjarnanum eru sjö fullbúnar íbúðir með stuðningi, þar sem lögð er áhersla á öruggt, sjálfbært og vistvænt umhverfi fyrir íbúa.
Undanfarin ár hefur Kópavogsbær tekið mikilvæg skref í búsetumálum fyrir fólk með fötlun, meðal annars með lokun herbergjasambýla og fjölgun annarra búsetukosta sem stuðla að auknu sjálfstæði og bættum lífsgæðum.
Byggingin að Kleifarkór er ekki aðeins nýr búsetukostur heldur fyrirmyndarverkefni þegar kemur að sjálfbærni og heilnæmri innivist þar sem Kópavogsbær tók ákvörðun um að Svansvotta bygginguna. Það þýðir að standast þurfi strangar kröfur um efnisval, innivist, rakavarnir og fleira, sem tryggir að byggingin sé bæði vistvæn og heilsusamleg. Slíkt skiptir sérstaklea miklu máli fyrir fólk með fötlun, þar sem sum geta verið viðkvæm fyrir loftgæðum og efnum í umhverfinu sínu.
Fleiri verkefni Kópavogsbæjar eru nú í Svansvottunarferli, þar sem bærinn sjálfur er leyfishafi. Það undirstrikar að sveitarfélagið tekur umhverfismálum alvarlega og sýnir fordæmi með því að votta sínar eigin framkvæmdir.
Við óskum Kópavogsbæ innilega til hamingju með þennan áfanga og hlökkum til áframhaldandi samstarfs
Fleiri fréttir

GRÆNNI vörur ryðja sér til rúms hjá stórnotendum

Kópavogsbær fær sitt fyrsta Svansleyfi fyrir nýbyggðan búsetukjarna

Svansdagar hefjast í dag!
