Leikskólinn Litli Jörfi fær Svansleyfi sem tryggir heilnæma innivist fyrir yngstu kynslóðina

Leikskólinn Litli Jöfri hefur hlotið Svansvottun samkvæmt endurbótaviðmiðum Svansins og er þar með annar leikskólinn í Reykjavík til að fá slíka vottun. Vottunin er hluti af markvissri áætlun Reykjavíkurborgar um endurbætur og nýbyggingar þar sem settar eru metnaðarfullar kröfur um heilnæma innivist, rakaöryggi og val á umhverfisvænum og öruggum byggingarvörum.
Á undanförnum árum hafa endurbætur á leikskólum að hluta til verið áríðandi vegna rakavanda og myglu. Með Svansvottun er ferlið tekið föstum tökum, allt frá hönnun og vali efna til framkvæmdar og prófana. Markmiðið er að vandinn endurtaki sig ekki og að koma í veg fyrir ótímabært viðhald.
Svansvottun bygginga setur skýrar kröfur um rakavarnir, loftgæði og innivist almennt og takmarkar verulega þau skaðlegu efni og efnasambönd sem geta fundist í byggingarefnum.
„Við viljum öll að börn geti alist upp við öryggi, leikgleði og góða heilsu, en það getur verið vafasamt að vita hvernig hægt sé að velja betur til að minnka efnasúpuna í nærumhverfinu. En þar kemur Svanurinn til bjargar með því að setja skýrann ramma um hvað sé leyfilegt.“ segir Guðrún Lilja Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri Svansins á Íslandi.
Það er gríðarlega mikilvægt að velja vel þegar kemur að okkar viðkvæmustu hópum en Svansmerkið auðveldar valið og tryggir aukin gæði byggingarframkvæmda.“

Fleiri fréttir

Svansdagar hefjast í dag!

Leikskólinn Litli Jörfi fær Svansleyfi sem tryggir heilnæma innivist fyrir yngstu kynslóðina

Jáverk fær Svansvottun fyrir eitt af mörgum fjölbýlishúsaverkefnum í vottunarferli
