fbpx
23. febrúar 2022

Mat á kolefnislosun frá íslenskum byggingum gefið út í fyrsta sinn

Byggjum Grænni framtíð hefur gefið út 1. hlutan af vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð sem snýr að því að meta kolefnislosun frá íslenskum byggingariðnaði. Hingað til hafa þessar tölur ekki verið til og er það því fagnaðarefni að búið sé að birta fyrstu þær.

Losunin var metin út frá nokkrum fösum lífsferilsgreininga, þ.e. byggingarefnum, framkvæmdasvæðum og nýtingartíma mannvirkja og voru helstu niðurstöður þessar:

  • Árleg losun íslenskra bygginga er um 360 þúsund tonn CO2íg.
  • 45% af kolefnissporinu stafa frá byggingarefnum, einkum steypu.
  • 30% af kolefnissporinu myndast vegna rafmagns og kyndingar á notkunartíma bygginganna.
  • Innbyggt kolefni heildarbyggingarmassans á Íslandi er um 12.700.000 tonn CO2íg.

Þessar tölur ná þó ekki til losunar frá byggingar- og niðurrifsúrgangi né annarra mannvirkja en bygginga.

Þetta er einungis fyrsti áfangi af þremur en í næstu tveimur verða gefin út annars vegar markmið um samdrátt og hins vegar aðgerðaráætlun til að ná þeim markmiðum.

Svanurinn hefur ávalt lagt áherslu á að minnka kolefnisspor Svansvottaðra bygginga en nú hafa verið birt drög af nýjum viðmiðum fyrir nýbyggingar þar sem enn meiri áhersla er lögð á þær aðgerðir. Þá verður meðal annars kallað eftir loftslagsyfirlýsingu bygginga sem eru yfir ákveðinni stærð, harðar kröfur verða gerðar til steypu, áls og stáls svo fátt eitt sé nefnt.

Hér má lesa meira um greininguna

Fleiri fréttir