Metár í Svansleyfisveitingum árið 2025
Árið 2025 reyndist tímamótaár í sögu Svansvottunar á Íslandi, en aldrei áður hafa jafn mörg Svansleyfi verið veitt á einu ári. Vöxtur í áhuga á Svansvottun hefur verið mikill, einkum á sviði mannvirkjagerðar, en einnig á öðrum sviðum.
Svansvottaðar byggingar – metfjöldi leyfa
Á árinu voru gefin út 12 Svansleyfi fyrir byggingar, til 10 mismunandi leyfishafa, þar af sex nýrra leyfishafa.
Þeir leyfishafar á mannvirkjasviði sem fengu leyfi á árinu eru:
Verkland, Arkís, Eykt, Jáverk, Reykjavíkurborg, Þarfaþing, Safír, Kópavogsbær, BYGG og MótX.
Af verkefnunum voru:
- 2 nýbyggingar vottaðar samkvæmt nýjustu útgáfu viðmiða Svansins fyrir nýbyggingar.
- 7 nýbyggingar vottaðar samkvæmt eldri útgáfu viðmiða Svansins fyrir nýbyggingar.
- 3 endurbóta verkefni vottuð samkvæmt eldri útgáfu viðmiða Svansins fyrir endurbætur.
Tegundir bygginganna voru:
- 8 fjölbýlishús
- 2 skrifstofuhús
- 1 búsetukjarni
- 1 leikskóli
Samtals ná leyfin til 29 bygginga, með 654 íbúðareiningum og tæplega 70.000 fermetrum.
Ný leyfi á fleiri sviðum
Auk bygginga voru veitt ný Svansleyfi og framkvæmdar endurvottanir í fleiri viðmiðaflokkum á árinu:
- Ein ný ræstiþjónusta hlaut Svansleyfi: GG Þjónusta
- Tvær ræstiþjónustur luku endurvottun: Dagar og Sólar
- Tvö mötuneyti fengu ný Svansleyfi: Matstofa Orkuveitunnar og Mötuneyti Seðlabanka Íslands
- Eitt mötuneyti lauk endurvottun: Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti
- Sjö prentþjónustur luku endurvottun: Héraðsprent, Litróf, Pixel, Prentmiðlun, Ísafoldarprentsmiðja ehf., Litlaprent og Prentmet Oddi ehf.
Svansvottun nýtt sem tól í umhverfismálum
Alls voru veitt 25 Svansleyfi á árinu til 23 leyfishafa. Með þessum viðbótum eru Svansleyfishafar á Íslandi nú orðnir 59 talsins. Þessi mikla aukning er skýr vísbending um aukna meðvitund og metnað fyrirtækja og opinberra aðila þegar kemur að umhverfisábyrgð og sjálfbærni. Svansvottun heldur áfram að vera öflugt tól til að styðja við betri ákvarðannatöku, minni umhverfisáhrif og heilnæmari mannvirki, vörur og þjónustu.
22. desember 2025
11. desember 2025
4. desember 2025
17. nóvember 2025
