fbpx
17. febrúar 2023

Morgunfundur Svansins haldinn hátíðlegur í Hörpu

Þann 15. febrúar síðastliðinn var morgunfundur Svansins haldinn undir yfirskriftinni Fortíðin er búin, framtíðin er snúin: hvaða ákvarðanir leiddu okkur hingað og hvernig mótum við morgundaginn.

Fundurinn fór fram í Björtuloftum í Hörpu og voru erindin af misjöfnum toga. Fjallað var um grænþvott, rakavarnir, sjálfbært Ísland og voru Andri Snær Magnason, rithöfundur og Tinna Hallgrímsdóttir formaður Ungra umhverfissinna með hugvekjur um fortíð og framtíð umhverfismála.

Alls mættu um 80 manns í Hörpu og um 1000 manns fylgdust með í streymi.

Við hjá Svaninum viljum þakka öllum sem mættu á viðburðinn en í spilaranum hér að neðan má finna upptöku af honum.

Fleiri fréttir