6. október 2025
Ný gjaldskrá fyrir umhverfismerkið Svaninn
Gefin var út ný og uppfærð gjaldskrá fyrir umhverfismerkið Svaninn þann 30. september s.l. Helstu breytingar miðað við fyrri gjaldskrá er að búið að er innleiða og útfæra gjaldtöku fyrir Svansvottaða viðburði annars vegar og rekstur og viðhald bygginga hins vegar. Þessir tveir vöruflokkar eru töluvert frábrugðnir hefðbundnum vöru- og þjónustuflokkum sem Svanurinn vottar og því er gjaldtakan nokkuð ólík því sem almennt gerist.
Hægt er að sjá gjaldskránna í heilu lagi hérna: GJALDSKRÁ fyrir norræna umhverfismerkið, Svaninn. | Stjórnartíðindi
Hefurðu einhverjar spurningar eða athugasemdir við efni fréttarinnar? Endilega hafðu samband á svanurinn@uos.is
Fleiri fréttir
17. nóvember 2025
Mötuneyti Seðlabankans Svansvottað
12. nóvember 2025
Jáverk fær sitt þriðja Svansleyfi – fyrstu Svansvottuðu íbúðirnar í Hveragerði
15. október 2025
Þarfaþing hlýtur sitt fyrsta Svansleyfi fyrir nýbyggingu að Áshamri 50
9. október 2025
