fbpx
9. júlí 2024

Nýjar reglur um tilvísanir í skráðar byggingarvörur í Supply Chain Declaration Portal (SCDP)

Þann 1. júlí 2024 kynnti Norræni Svanurinn  nýjar reglur um hvernig á að vísa í/merkja byggingarefni sem hefur verið skráð í Supply Chain Declaration Portal (SCDP). Reglurnar gilda um allar vörur skráðar í SCDP.   

 

Hvernig á vísa í skráð byggingarefni? 

Nýju reglurnar skilgreina hvar og hvernig má vísa í/merkja skráð byggingarefni. 

Helstu atriðin eru eftirfarandi: 

  • Það er mikilvægt að rugla ekki saman skráðum vörum og vörum sem eru Svansvottaðar eða Evrópublómsvottaðar.  
    • Skráðar vörur eru ekki metnar samkvæmt sömu ströngu kröfunum og vottaðar vörur.  
  • Til þess að einfalda málin og forðast grænþvott og misskilning hefur Norræni Svanurinn þróað þrjár setningar sem hægt er að nota að vild til þess að koma því á framfæri að varan sé skráð í SCDP.
    • Þessar setningar, og aðrar sambærilegar, má ekki nota í markaðssetningu, heldur aðeins sem hluta af upplýsingum fyrir vöruna. 
    • Einungis má nota Svansmerkið og merki Evrópublómsins ef varan er vottuð, merkin má því ekki nota í tengslum við skráðar vörur. 
  • Einungis þessar þrjár setningar eru leyfilegar þegar vísa á í skráðar vörur. 
    • Öll breyting og/eða stytting á setningunum er bönnuð. 
    • Bannað er að vísa í Svaninn, Svansvottun eða annað sambærilegt nema þessar setningar séu notaðar í heild sinni. 

Setning #1: Upplýsingum var skilað til Svansins í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur) og nota í verkefnum sem vinna eftir þeim viðmiðum. Varan er ekki Svansvottuð.

Setning #2: [Vöruheiti/Vara] er skráð í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).

Setning #3: [Vöruheiti/Vara] er skráð í SCDP.

Umfang

Nýju reglurnar tóku gildi 1. júlí 2024  og eru afturvirkar fyrir öll byggingarefni sem eru nú þegar skráð í SCDP. 

Fyrir 15. september 2024 þarf að laga núverandi vörutexta og markaðssetningu í samræmi við nýju reglurnar. 

 

Undantekningar 

Undantekningar gilda fyrir vörur sem eru skráðar í gegnum HPP vörugáttinna eða eru á Íslenska listanum og eru eingöngu ætlaðar til notkunar í verkefnum sem vinna eftir nýbyggingarviðmiðunum, útgáfu 3 og endurbótaviðmiðunum, útgáfu 1. Fyrir þær vörur er leyfilegt að halda tilvísunum/merkingum sem eru í samræmi við fyrri reglur um markaðssetningu eða eins og segir í „Terms and Conditions“. 

Vörur sem samþykktar eru í bæði HPP og SCDP mælum við með því að nota setningu #1 úr nýju reglunum.

 

Misnotkun og brot á reglunum 

Misnotkun eða brot á reglunum mun leiða til þess að þær vörur verða fjarlægðar úr SCDP í samræmi við „Terms and Conditions“. 

 

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi ofangreint, vinsamlegast hafðu samband við okkur á svanurinn@ust.is 

Fleiri fréttir