fbpx
25. apríl 2025

Opið umsagnarferli: Húsgögn og innréttingar

Nú gefst kostur á að gera athugasemdir við drög að nýrri útgáfu viðmiða Svansins fyrir umræddann viðmiðaflokk – Furniture and fitments (031).

Hér má sjá drögin af nýju viðmiðunun

Mikilvægustu breytingarnar

  • O4 Frammistöðu eiginleikar – kynnt eru lágmarks gildi þegar kemur að frammistöðuprófun samkvæmt ákveðnum stöðlum
  • O5 Slitþol yfirborðsflata – uppfærsla á forskriftum fyrir prófun á slitþoli yfirborða á húsgögnum.
  • Almenn krafa um bönnuð efni – Skýrara bann við PFAS efnum.

Hver geta sent inn umsögn?

Öllum er velkomið að senda inn umsögn svo ef þú veist um fleiri sem gætu haft áhuga á að skila inn athugasemd máttu endilega deila þessu með þeim eða láta mig vita svo ég geti komið því áleiðis. Athugasemdir frá hagaðilum eru mikilvægur þáttur í þróun viðmiða Svansins og gerir okkur kleift að aðlaga viðmiðin að íslenskum aðstæðum.

Hvernig á að skila inn umsögn?

Athugasemdir eru sendar inn hér – ekki síðar en 9. júní 2025. Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við svanurinn@uos.is

Hvað svo?

Þegar umsagnartímanum er lokið verða umsagnir teknar saman, þær metnar og ný endurskoðuð tillaga af viðmiðunum lögð fyrir umhverfismerkjaráð allra Norðurlandanna. Í kjölfarið mun Norræna umhverfismerkjaráðið taka ákvörðun um útgáfu viðmiðanna. 

Allar umsagnir sem koma fram í þessu ferli og svör Svansins við þeim verða birtar í ákvörðun Norræna umhverfismerkjaráðsins sem verður aðgengileg á heimasíðu Svansins í tengslum við birtingu nýju útgáfu viðmiðanna. 

 

Fleiri fréttir