fbpx
14. september 2023

Opið umsagnarferli: Viðmið Svansins fyrir endurbætur

Nú gefst kostur á að gera athugasemdir við tillögu að endurskoðuðum viðmiðum fyrir Endurbætur 102 – Íbúðarhús, skóla-, skrifstofu og hótelbyggingar.

Eitt af því sem einkennir Svaninn er að viðmiðin okkar eru endurskoðuð reglulega til að við séum ávallt að taka tillit til þróunar á markaðnum og uppfærðri þekkingu í umhverfismálum. Með það að leiðarljósi er nú búið að setja fram breytingartillögur á viðmiðum fyrir eldsneyti.

Svanurinn tekur mið af öllum lífsferlinum og setur fram strangar kröfur sem varða heilsu fólks og umhverfið. Athugasemdir viðeigandi aðila eru því mikilvægar og verða teknar til skoðunar af umhverfismerkjanefnd og Norræna umhverfismerkjaráðinu.

Breytingarnar á viðmiðunum taka mið af breytingum sem tóku gildi vegna endurskoðuðu viðmiðaskjali fyrir nýbyggingar, útgáfu 4.

Hér má finna drög af viðmiðunum og bakgrunnsskjal með frekari upplýsingum. Athugasemdir skulu sendar inn hér eigi síðar en 29.október 2023 svo þær verði teknar til skoðunar.

HVERJAR ERU HELSTU BREYTINGARNAR?

  • Hótelbyggingar og ráðstefnuaðstaða bætist við þær byggingategundir sem var að finna í fyrri útgáfu viðmiðanna og innihalda því nú: íbúðarhús, fjölbýlshús, skólabyggingar, leikskóla og skrifstofur.
  • Þær aðgerðir sem ljúka þarf áður en framkvæmdir hefjast (e. prior to the renovation phase) hafa verið endurskoðaðar til að samræmast betur hefðbundnum ferlum byggingageirans.
  • Aukin áhersla er á hringrásarhagkerfið og settar eru fram nýjar kröfur um meðhöndlun úrgangs og endurnotkun byggingarvara.
  • Loftslagsmálum eru gerð betri skil og bætt við nýjum kröfum um byggingarefni eins og steinsteypu, stál og ál (kröfur einnig inleiddar í nýrri útgáfu viðmiða fyrir nýbyggingar).
  • Skilgreind eru ný viðmið fyrir orkunotkun hússins eftir endurbæturnar og bættist við krafa fyrir friðlýst/vernduð mannvirki.
  • Kröfur um innivist hafa verið uppfærðar og hertar og nýjum kröfum bætt við. Þar ber helst að nefna að nú þurfa hótel- og skrifstofubyggingar að uppfylla hljóðvistarkröfu (áhersla á ómtíma).
  • Kröfur fyrir efna- og byggingarvörur hafa verið endurskoðaðar í samræmi við breytinga á efnalögum og nýrri útgáfu viðmiðum Svansins fyrir nýbyggingar. Þar má helst nefna endurskoðun undanþága og að lögð er til skyldukrafa um halogenfríar raflagnir.
  • Krafa um nanóefni í byggingarvörum fellur nú undir kröfu um bakteríu eyðandi efni og íblöndunarefni undir 100 ppm í steypu falla ekki lengur undir efnakröfurnar.
  • Viðmiðin hafa verið samræmd tæknilegum viðmiðum í flokkunarkerfi ESB (EU Taxonomy) fyrir grænar fjárfestingar, umhverfismarmið “Að draga úr loftslagsbreytingum” kafla 7.2
  • Gæðastjórnunarkafla var breytt í samræmi uppfærðra viðmiða nýbygginga.
  • Krafa O13 Meðhöndlun byggingarúrgangs – Tilskilið hlutfall í tengslum við bæði niðurrif og byggingarúrgang.

HVERJIR GETA SENT INN UMSÖGN?

Allir geta sent inn umsögn, hvort sem það eru einstaklingar, fyrirtæki eða stofnanir sem hafa áhuga á að taka þátt í þróunarvinnu viðmiða Svansins fyrir nýbyggingar. Okkur þætti vænt um ef þú gætir vinsamlegast dreift upplýsingum um opna umsagnarferlið til þeirra sem það gæti varðað.

HVERNIG Á AÐ SKILA INN UMSÖGNUM?

Best væri að fá umsögnina senda inn í gegnum eftirfarandi vefsíðu: Athugasemdir úr umsagnarferli endurbætur bygginga 102.

Fyrir frekari upplýingar, vinsamlegast hafið samband svanurinn@ust.is

HVAÐ SVO?

Þegar umsagnartímanum er lokið verða umsagnir teknar  saman, þær metnar og ný endurskoðuð tillaga af viðmiðum lögð fyrir umhverfismerkjaráð allra Norðurlandanna. Í kjölfarið  mun Norræna umhverfismerkjaráðið taka ákvörðun um útgáfu  nýrra viðmiða.

Allar umsagnir sem koma fram í þessu ferli og svör Svansins við þeim verða birtar í ákvörðun Norræna umhverfismerkjaráðsins sem verður aðgengileg á heimasíðu Svansins í tengslum við birtingu nýju útgáfu viðmiðanna.

Fleiri fréttir