Opið umsagnarferli: Viðmið Svansins fyrir gluggaskipti
Nú gefst kostur á að gera athugasemdir við ný viðmið sem eru í þróun hjá Svaninum fyrir fyrirtæki sem sjá um gluggaskipti. Svanurinn tekur mið af öllum lífsferlinum og setur strangar kröfur sem varða heilsu fólks og umhverfið.
Hér má finna drög af viðmiðunum og frekari upplýsingar um af hverju hver krafa er sett.
KRÖFUR ÞAR SEM ER SÉRSTAKLEGA ÓSKAÐ EFTIR ATHUGASEMDUM:
Norræna umhverfismerkjaráðið er opið fyrir öllum athugasemdum sem snerta viðmiðin, en vilja leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi atriði:
- Skilgreining vöruflokksins – Hvað er hægt að votta?
- O4 Greining á hættulegum efnum – Sérstök áhersla er sett á chloroparaffin í gluggum.
- O5 Meðhöndlun á þekktum spilliefnum.
- O8 Endurvinnsla á gleri.
- O10 Umhverfismerktir gluggar – Sérstaklega hlutfall umhverfismerktra glugga sem gerð er krafa um.
HVER GETA SENT INN UMSÖGN?
Öll geta sent inn umsögn, hvort sem það eru einstaklingar, fyrirtæki eða stofnanir sem hafa áhuga á að taka þátt í þróunarvinnu viðmiða Svansins. Athugasemdir frá hagsmunaaðilum eru mikilvægur þáttur í vinnunni við að þróa ný viðmið og okkur þætti vænt um ef upplýsingum um opna umsagnarferlið væri dreift til þeirra sem það gæti varðað.
HVERNIG Á AÐ SKILA INN UMSÖGN?
Athugasemdir skulu sendar inn hér eigi síðar en 4. september 2024. Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við svanurinn@ust.is.
HVAÐ SVO?
Þegar umsagnartímanum er lokið verða umsagnir teknar saman, þær metnar og ný endurskoðuð tillaga af viðmiðunum lögð fyrir umhverfismerkjaráð allra Norðurlandanna. Í kjölfarið mun Norræna umhverfismerkjaráðið taka ákvörðun um útgáfu viðmiðanna.
Allar umsagnir sem koma fram í þessu ferli og svör Svansins við þeim verða birtar í ákvörðun Norræna umhverfismerkjaráðsins sem verður aðgengileg á heimasíðu Svansins í tengslum við birtingu nýju útgáfu viðmiðanna.
KYNNING Á NÝJU VIÐMIÐUNUM (Á NETINU)
Þann 20. ágúst 2024, 07:00-08:30, verður haldinn fundur fyrir öll Norðurlöndin þar sem nýju viðmiðin fyrir gluggaskipti eru kynnt. Vinsamlega skráðu þig á fundinn með því að nota eftirfarandi hlekk.
Við hlökkum til að heyra þínar athugasemdir fyrir 4. september 2024.