fbpx
30. maí 2024

Opið umsagnarferli: Viðmið Svansins fyrir ræstiþjónustu

Svanurinn hefur endurskoðað viðmið fyrir Svansvottaðar ræstiþjónustur, og nú gefst samráðs- og hagaðilum kostur á að gera athugasemdir við tillöguna að uppfærðum viðmiðum. Allar athugasemdir verða skoðaðar og teknar til greina við áframhaldandi þróun viðmiðanna.

Umsagnarferlið er frá 4. júní til 30. ágúst. 

Þann 27. júní klukkan 10:00 verður haldinn opin kynning á Teams þar sem farið verður yfir tillögur að breytingum – hér er linkur á þann fund. 

Ákveðið var að endurskoða aðeins hluta viðmiðanna. Það þýðir að einhverjar kröfur eru hertar, aðrar uppfærðar lítillega, en tólf kröfur haldast óbreyttar frá síðustu útgáfu viðmiðanna.

HELSTU BREYTINGAR VIÐMIÐANNA ERU ÞESSAR:

 • Hámarks fermetrafjöldi ræstur á hvern starfsmann í fullu starfi (FTE) hefur verið hækkaður um 30% úr 330.000 m2 í 430.000 m2. Einungis er heimilt að nota þetta gildi ef umsækjanda vantar upplýsingar um tíðni og ræsta fermetra.
 • Hertar kröfur um heildarnotkun hreinsiefna, frá 400 µl/m2 í 300 µl/m2.
 • Hertar kröfur um notkun umhverfisvottaðra hreinsiefna, úr 80% í 95%.
 • Nýjar kröfur um gluggahreinsun varðandi meðhöndlaða vatnsframleiðslu (e. treated water production), þjálfun og upplýsingagjöf.
 • Gólfbón og önnur yfirborðsmeðhöndlun gólfs er ekki lengur hluti af umhverfismerktri þjónustu, heldur eru skilgreind sem sérþrif.
 • Kröfur um vörur sem ekki eru umhverfismerktar eru uppfærðar og hertar.
 • Ný skyldukrafa til að minnka plastpokanotkun kemur í stað stigakröfu sem hvatti til minni plastpokanotkunnar (µg/m2).
 • P6 stigakrafa um kaup á umhverfismerktri vöru og þjónustu er uppfærð og breytt.
 • Ný skyldukrafa um kaup á 100% mjúk-, salernis- og ljósritunarpappír.
 • Öll ökutæki sem eru keypt eða leigð skulu vera rafknúin eða knúin lífgasi/jarðgasi.
 • Hámarks eldsneytisnotkun er hert um 10%. Viðmiðunarmörkin eru sett í kWst í stað bensínlítra eins og í fyrri útgáfu.
 • Ný skyldukrafa um flokkun til að tryggja endurvinnslu á umbúðum.
 • Skyldukrafa um heildarstigafjölda er uppfærð.

Viðmiðin í heild með öllum tillögum má finna hér.

HVER GETA SENT INN UMSÖGN?

Öll geta sent inn umsögn, hvort sem það eru einstaklingar, fyrirtæki eða stofnanir sem hafa áhuga á að taka þátt í þróunarvinnu viðmiða Svansins. Athugasemdir frá hagsmunaaðilum eru mikilvægur þáttur í vinnunni við að þróa ný viðmið og okkur þætti vænt um ef upplýsingum um opna umsagnarferlið væri dreift til þeirra sem það gæti varðað.

HVERNIG Á AÐ SKILA INN UMSÖGNUM?

Best væri að fá umsögnina senda inn hér. Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við svanurinn@ust.is

HVAÐ SVO?

Þegar umsagnartímanum er lokið verða umsagnir teknar saman, þær metnar og ný endurskoðuð tillaga af viðmiðunum lögð fyrir umhverfismerkjaráð allra Norðurlandanna. Í kjölfarið mun Norræna umhverfismerkjaráðið taka ákvörðun um útgáfu viðmiðanna.

Allar umsagnir sem koma fram í þessu ferli og svör Svansins við þeim verða birtar í ákvörðun Norræna umhverfismerkjaráðsins sem verður aðgengileg á heimasíðu Svansins í tengslum við birtingu nýju útgáfu viðmiðanna.

Fleiri fréttir