Opinn fundur fyrir sveitarfélög um vottanir bygginga og græna hvata

Umhverfisstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga standa að opnum fundi fyrir öll sveitarfélög landsins með það að markmiði að fræða um vottanir bygginga og þá grænu hvata sem í boði eru
Fundurinn er hluti að tveimur aðgerðum 5.2.6 Fræðsla til sveitarfélaga um vottanir og 6.2 Efla umræður og fræðslu á samstarfsvettvangi sveitarfélaga um græna fjármögnunarmöguleika sveitarfélaga og hagræna hvata sem þau geta boðið upp á fyrir vistvæna mannvirkjagerð sem finna má í vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030 sem gefinn var út af Byggjum grænni framtíð sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð en það á meðal annars rætur sínar að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.
Á fundinum munu sérfræðingar fjalla um mismunandi vottunarkerfi, reynslu sveitarfélaga, grænar fjármagnanir og fleira.
Fundurinn verður haldinn á teams milli klukkan 10:30 og 12:00 þann 1.október næstkomandi og má finna facebook viðburð fundarins hér.
Hér má finna upptöku af fundinum