fbpx
26. október 2022

Opinn fyrirlestur um umhverfisvænni framkvæmdir

Opinn fyrirlestur um umhverfisvænni framkvæmdir fyrir heilsusamlegra heimili verður haldinn þann 1. nóvember n.k. Fyrirlesturinn verður í beinu streymi sem hægt er að nálgast í gegnum facebook viðburð fyrirlestursins.

Umfjöllunarefni

  • Hvernig gerum við heimilið okkar umhverfisvænna?
  • Hvernig vinnum við með umhverfisvænar lausnir í framkvæmdum á heimilinu?
  • Hvað getur auðveldað okkur ákvarðanatöku í nýbyggingum
  • Hvaða umhverfismerkjum getum við treyst?

Farið verður yfir atriði eins og umhverfisvottuð byggingarefni, innréttingar, umhverfimerki og fleira. Að auki verður skoðað hvernig megi skapa góða innivist með rakavörnum, efnisvali og svo framvegis.

Fyrir hverja?

  • Almenning
  • Hönnuði
  • Arkitekta
  • Verktaka

Hvað viljið þið vita um umhverfisvænni framkvæmdir?

Við hvetjum áhugsama til að senda okkur spurningar og vangaveltur fyrir fram svo að við getum mótað fyrirlesturinn eftir ykkar áhuga.

Senda inn naflausa spurningu

Fyrirlesari

Fyrirlesturinn flytur Bergþóra Kvaran, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.

Ekki missa af áhugaverðum fyrirlestri um umhverfismál á mannamáli!

 

Fleiri fréttir