fbpx
20. desember 2017

Ræstingasvið ISS klárar endurvottun

Ræstingasvið ISS fékk afhent Svansleyfi vegna endurvottunar ræstiþjónustunnar á ársfundi Svansins 23. nóvember s.l. Fyrirtækið varð þannig fyrst ræstingaþjónusta á Íslandi til að klára endurvottunarferlið, en viðmið Svansins eru endurskoðuð á um 3-5 ára fresti. Við endurskoðun eru kröfurnar almennt hertar auk þess sem gerðar eru lagfæringar og settar eru inn nýjar kröfur.

Í viðmiðum Svansins fyrir ræstingaþjónustu er lögð megináhersla á efnanotkun, bæði að hún sé lágmörkuð og að lögð sé áhersla á umhverfismerkt og hættulítil efni. Einnig er áhersla á að lágmarka eldsneytisnotkun og notkun einnota plastpoka. Eins og í öðrum viðmiðum Svansins er líka ýtt undir vistvæn innkaup á rekstrarvörum.

Umhverfisstofnun óskar ISS til hamingju með áfangann!

Fleiri fréttir