Rakaforvarnir í Svansvottuðum byggingum geta komið í veg fyrir tjón
Teikningar af nýjum Kársnesskóla
Fréttir bárust af því í vikunni að bæjarstjórn Kópavogs hafi samþykkt heimild til riftunar verksamnings við verktaka um byggingu á nýjum Kársnesskóla, m.a. vegna vandamála sem upp hafi komið vegna raka og myglu í byggingarefninu.
Nýr Kársnesskóli hefur verið í Svansvottunarferli frá því í október árið 2019 og hófust framkvæmdir haustið 2021.
Í Svansvottun felast meðal annars ríkar kröfur um rakaforvarnir. Svansvottunin gerir kröfu um að skipaður sé rakavarnarfulltrúi sem leggur fram ítarlega rakavarnaráætlun og tryggir að henni sé fylgt og sinni eftirliti á verkstað.
Rakavarnaráætlun fyrir umrætt verkefni er umfangsmikil, enda verkefnið stórt. Rakavarnarfulltrúi hefur fylgt áætluninni eftir og sinnt reglulegu eftirliti. Svanurinn hefur verið upplýstur í gegnum ferlið þegar frávik hafa orðið í rakaforvörnum og fengið í kjölfarið útlistun á fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum. Rakavarnarfulltrúi hefur jafnt og þétt fylgt þessum aðgerðum eftir og gefa nýjustu mælingar til kynna að mótvægisaðgerðir hafi borið árangur.
Þau frávik sem komið hafa upp í þessu tiltekna verkefni sýna svart á hvítu mikilvægi rakavarnaeftirlits í byggingarframkvæmdum. Ef slíkt eftirlit hefði ekki verið til staðar í þessu tilfelli er óvíst hvort vandamálið hefði verið greint á byggingartíma með tilheyrandi efnahags-, heilsu- og umhverfistjóni.
Í Svansvottun felast einnig kröfur um innivist, innihaldsefni í byggingarefnum, orku, hljóðvist og gæðakerfi.
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og hefur Umhverfisstofnun umsjón með merkinu hérlendis.
Fleiri fréttir
17. nóvember 2025
Mötuneyti Seðlabankans Svansvottað
12. nóvember 2025
Jáverk fær sitt þriðja Svansleyfi – fyrstu Svansvottuðu íbúðirnar í Hveragerði
15. október 2025
Þarfaþing hlýtur sitt fyrsta Svansleyfi fyrir nýbyggingu að Áshamri 50
9. október 2025
