fbpx
5. maí 2023

Svanurinn er virkt gæðakerfi

Einar Hannesson, framkvæmdastjóri ræstiþjónustunnar Sólar

Sólar ehf býður upp á Svansvottaða ræstiþjónustu og hefur gert síðan 2007. Við spurðum Einar Hannesson, framkvæmdastjóra Sólar, út í þeirra reynslu af Svansvottunarferlinu.

Af hverju völduð þið að Svansvotta ykkar vöru/þjónustu?

Við tókum þá ákvörðun árið 2006 að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Þá lá beinast við að sækja um Svansvottun á reksturinn.

Hver er ávinningurinn af Svansvottun fyrir ykkur og umhverfið? 

Með því að taka upp Svaninn þurftum við að endurskoða alla okkar innkaupa- og verkferla. Það hafði það í för með sér að við fækkuðum efnunum sem við notuðum í daglegri ræstingu mikið eða úr 14 efnum í 3. Einnig minnkaði umfang plastnotkunar okkar mikið.

Mælið þið með því að fara í gegnum Svansvottunarferlið?

Já við gerum það. Er bæði gott fyrir náttúruna og svo minnkar þetta líka mikið alls konar sóun þar sem að Svansvottunin snýst ekki bara um umhverfismál heldur tryggir hún líka að fyrirtækin hafi virkt gæðakerfi.

Hvaða framþróun á Svansvottuninni sérð þú fyrir þér í framtíðinni?

Geri ráð fyrir að skilyrðin fyrir vottuninni muni halda áfram að verða hert. Sérstaklega í tengslum við kolefnisspor fyrirtækjanna.

Fleiri fréttir