Svanurinn viðurkenndur í opinber innkaup Bandaríkjanna

Svansvottaðar vörur hafa nú hlotið enn sterkari stöðu á alþjóða vísu, þar sem tveir viðmiðaflokkar Svansins hafa nú verið viðurkenndir af Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA). Listinn sem Svansvottaðar vörur eru nú á er uppfærður reglulega og er markmið hans að aðstoða innkaupaaðila við að finna vörur sem uppfylla strangar umhverfiskröfur, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum.
Leiðarvísir í frumskóg merkinga
Á markaði í dag eru fjölmargar umhverfisyfirlýsingar sem hafa mismunandi merkingu og áreiðanleika. Oft er erfitt að þekkja muninn á merkjunum og hvað þau standa fyrir.
„Opinberir innkaupaaðilar krefjast skýrra viðmiðunarregla til að taka upplýstar ákvarðanir og nú með Svaninn á lista, fá Svansvottaðar vörur samkeppnisforskot á bandarískum markaði,“ segir Guðrún Lilja Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins á Íslandi.
Einn stærsti innkaupaaðili heims
Sækja þarf sérstaklega um að koma vörum á áðurnefndan lista og hefur ferlið tekið tvö ár. Vörurnar sem nú eru komnar á listann eru í viðmiðaflokki fyrir textílvörur og hreinlætisvörur, en stefnt er að því koma fleiri viðmiðaflokkum inn.
„Að við séum með á lista Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna sýnir enn og aftur mikilvægi þess að Svanurinn vinni út frá lífsferilsnálgun, herði kröfurnar reglulegar og hafi óháð eftirlit með leyfishöfum,“ segir Tormod Lien, ráðgjafi fyrir opinber innkaup hjá Svaninum í Noregi.
Um er að ræða einn stærsta innkaupaaðila heims, því er þetta mikið heillaskref fyrir norræna Svaninn.