fbpx
22. nóvember 2024

Tandur framsækin í Svansvottun á íslenskri efnavöru

Arnar Garðarsson frkvstj. Tandur, Brynleifur Björnsson Gæðastjóri Tandur, Guðrún Lilja Kristinsdóttir frkvstj. Svansins, Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra, Bjarni Ármansson stjórnarformaður Tandur, Reynir Jónsson stjórnarmaður.

Tandur hlaut á dögunum endurvottun Svansins á vörunum QED PLUS, ECO GLJÁI og ECO PLUS, öll ætluð uppþvottavélum. Tandur, sem fyrst fékk leyfi á vörurnar fyrir sjö árum síðan, hefur verið leiðandi í framboði á Svansvottuðum vörum, bæði í eigin framleiðslu og innflutningi.

Umhverfisávinningur Svansvottunarinnar er margþættur eins og Guðrún Lilja Kristinsdóttir ítrekaði við tilefnið: „Það er mjög ánægulegt að sjá íslensk fyrirtæki með svona mikinn metnað og vera með íslenska vöru á markaði. Ekki nóg með að hún standist strangar efnakröfur heldur erum við ekki að flytja vatn til og frá landinu heldur er íslenskt vatn notað til að búa til þessar vörur.“

Tandur hefur sýnt að þeim sé alvara með eigin umhverfisstefnu og kemur fram í fréttatilkynningu frá þeim að samhliða sífellt vaxandi umhverfisvitund og kröfum neytenda, sé  það hugur þeirra að vera í farabroddi varðandi umhverfismál. Samstarf Tandur og Umhverfisstofnunar er því hvergi nærri lokið en hafin er vinna við Svansvottun á í það minnsta fjórum vörum til viðbótar og er stefnt á að ljúka þeirri vinnu árið 2025.

Svanurinn óskar Tandur innilega til hamingju með endurvottunina og óskar þeim ennfremur velfarnaðar í vegferð sinni í að vera afl til betri vegar í umhverfismálum og aukinni sjálfbærni.

Fleiri fréttir