9. janúar 2023
Tvö námskeið í Svansvottuðum byggingum
Í febrúar n.k. verða haldin tvö námskeið í Svansvottuðum byggingum. Í nóvember 2022 var haldið eitt slíkt námskeið í samstarfi við IÐUNNI fræðslusetur sem gekk vonum framar en það fylltist strax á námskeiðið og því ljóst að mikill áhugi sé fyrir fræðslu í þessum málum.
Námskeiðin verða haldin í Reykjavík annars vegar og á Selfossi hins vegar. Þann 2.febrúar kl 13:00 verður námskeiðið á Selfossi haldið og þann 22.febrúar kl 13:oo verður námskeiðið í Reykjavík haldið. Skráningar á bæði námskeiðin fara fram hér og er námskeiðið frítt.
Við hvetjum áhugasama til að skrá sig sem fyrst!
Fleiri fréttir
17. nóvember 2025
Mötuneyti Seðlabankans Svansvottað
12. nóvember 2025
Jáverk fær sitt þriðja Svansleyfi – fyrstu Svansvottuðu íbúðirnar í Hveragerði
15. október 2025
Þarfaþing hlýtur sitt fyrsta Svansleyfi fyrir nýbyggingu að Áshamri 50
9. október 2025
