fbpx
9. janúar 2023

Tvö námskeið í Svansvottuðum byggingum

Í febrúar n.k. verða haldin tvö námskeið í Svansvottuðum byggingum. Í nóvember 2022 var haldið eitt slíkt námskeið í samstarfi við IÐUNNI fræðslusetur sem gekk vonum framar en það fylltist strax á námskeiðið og því ljóst að mikill áhugi sé fyrir fræðslu í þessum málum.

Námskeiðin verða haldin í Reykjavík annars vegar og á Selfossi hins vegar. Þann 2.febrúar kl 13:00 verður námskeiðið á Selfossi haldið og þann 22.febrúar kl 13:oo verður námskeiðið í Reykjavík haldið. Skráningar á bæði námskeiðin fara fram hér og er námskeiðið frítt.

Við hvetjum áhugasama til að skrá sig sem fyrst!

Fleiri fréttir