Vottun á sjálbærri stjórnun skóga og rekjanleika

Þegar vörur og þjónusta eru Svansvottaðar er almennt gerð krafa um að timbur eða viðarafurðir séu með FSC eða PEFC vottanir sem tryggja sjálfbæra nýtingu skóga, verndun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika, ásamt því að standa vörð um félagslega ábyrgð í virðiskeðjunni og rekjanleika hráefna frá skógi á verkstað.
í Svansvottuðum byggingum er gerð krafa um að a.m.k 70% af því timbur hráefni sem fellur undir kröfu O30/O38 sé vottað og að restin sé stjórnuð af FSC/PEFC; Controlled wood/controlled sources.
Með vottuðu timbri er hægt að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum, stuðla að réttindum og velferð starfsmana og samfélaga sem treysta á skógarauðlindir. Þessar vottanir geta bæði náð til skógræktaraðila, framleiðanda og söluaðila sem tryggja að lokaafurðir haldi rekjanleika frá skógi til framkvæmdarstaða.
Gagnaöflun fyrir þessa kröfu er margslungin og var þörf á að skýra betur hvaða gögnum þarf að skila inn til að uppfylla kröfuna. Nú hafa því verið birtar leiðbeiningar fyrir kröfu O30 í nýbyggingarviðmiðunum og O38 í endurbótaviðmiðunum. Í þeim er m.a farið yfir það sem krafan biður um en einnig er farið ítarlega í kafla 3 í þau gögn sem beðið er um, hvoru tveggja frá óvottuðum og vottuðum söluaðilum.
Þá hafa leiðbeiningar fyrir nýbyggingar útgáfu 4 einnig verið uppfærðar með frekari upplýsingum fyrir þessa kröfu
Fleiri fréttir

Vottun á sjálbærri stjórnun skóga og rekjanleika

Verkland hlýtur sitt fyrsta Svansleyfi fyrir byggingar í Áshamri

Safír fyrstir á Íslandi til að hljóta Svansvottun samkvæmt nýjum nýbyggingarviðmiðum
