Svansdagar 2024
Vilt þú velja vel fyrir umhverfið, en þér fallast hendur í búðinni þegar þú sérð öll „grænu“ merkin?
Ef það er eitt sem þú getur treyst, þá er það að norræna umhverfismerkið Svanurinn setur strangar kröfur á vörur og þjónustu til að auðvelda þér ákvarðanatökuna
– þess vegna treysta 80% Íslendinga Svaninum!
Hvar fást Svansvottaðar vörur?
Hér fyrir neðan höfum við tekið saman hvar Svansvottaðar vörur er að finna á Íslandi. Þær eru á fleiri stöðum en þig hefði nokkurn tíma grunað.
Listinn var síðast uppfærður í janúar 2025.
Börn og föndur
Barnapúður: Krónan, Nettó
Barnaolía: Krónan, Lyfja, Nettó
Blautþurrkur: Bónus, Krónan, Nettó, Prís
Bleyjur: Flest apótek og matvöruverslanir, Rekstrarvörur, Stórkaup
Föndur: ABC Skólavörur (málning), Penninn (límstifti), Søstrene Grene (málning)
Hárvörur fyrir börn: Krónan, Lyfja, Nettó
Krem fyrir börn: Lyfja, Nettó
Leikföng: A4, ABC Skólavörur, Coolshop, Hagkaup, Penninn
Lita- og leikjabækur: Søstrene Grene
Sápur fyrir börn: Krónan, Nettó, Prís
Sólarvörn fyrir börn: Krónan, lyfja, Nettó
Tannkrem fyrir börn: Bónus, Krónan
Undirdýnur: Nettó
Svefnherbergið og stofan
Gallabuxur: Fou22, Stíll
Kamínur: Bauhaus
Kerti eða teljós: Epal, Fakó, Hrím, Ilva, Jysk, Krónan, Penninn, Rekstrarvörur, Stórkaup, Søstrene Grene
Koddar/sængur: Húsgagnahöllin, Jysk, Lúr
Nærföt: Eirberg
Rúm/dýnur: Epal, Ilva
Rúmföt: Bast, Jysk, Snúran
Sófar: Ilva, Penninn (áklæðið)
Eldhúsið
Álpappír og álbakkar: Krónan
Bökunarpappír: Krónan, Nettó, Stórkaup
Eldhúsrúllur: Flestar matvöruverslanir, Garri, Stórkaup, Tandur
Eldhúshreinsir: Castus, Nettó, Stórkaup
Gljái fyrir uppþvottavél: Castus, Nettó, Rekstarvörur, Stórkaup, Tandur
Kaffifilter: Krónan, Nettó, Stórkaup, Tandur
Muffinsform: Nettó
Moppur/tuskur: Byko, Castus, Garri, Krónan, Rekstrarlundur, Stórkaup, Tandur
Ofna- og grillhreinsir: Byko
Servíettur: Garri, Jysk, Kúnígúnd, Nettó, Prís, Stórkaup, Søstrene Grene, Tandur
Uppþvottavélarefni: Byko, Castus, Krónan, Penninn, Rekstrarlundur, Rekstrarvörur, Stórkaup, Tandur
Uppþvottalögur: Bónus, Castus, Fakó, Garri, Krónan, Nettó, Rekstrarlundur, Rekstrarvörur, Stórkaup, Tandur
Baðherbergið og þvottahúsið
Alhreinsir: Bónus, Castus, Krónan, Rekstrarlundur, Rekstrarvörur, Stórkaup
Baðherbergishreinsir: Castus, Nettó, Rekstrarvörur, Tandur
Blettahreinsir: Bónus
Bómullarskífur: Krónan, Nettó
Eyrnapinnar: Bónus, Krónan, Nettó, Prís
Glerhreinsir: Castus, Garri, Nettó, Rekstarvörur, Stórkaup
Gólfhreinsir/sápa: Byko, Castus, Nettó, Rekstarvörur, Stórkaup, Tandur
Harpikshreinsir: Garri
Klósetthreinsir: Castus, Garri, Krónan, Nettó, Rekstrarlundur, Rekstrarvörur, Stórkaup
Klósettpappír: Flestar Matvöruverslanir, Garri, Penninn, Stórkaup
Moppur/tuskur: Byko, Castus, Garri, Krónan, Rekstrarlundur, Stórkaup, Tandur
Mýkingarefni: Rekstrarvörur, Stórkaup
Tíðavörur: Flestar matvöruverslanir og apótek, Stórkaup
Þvottaefni: Bónus, Castus, Krónan, Nettó, Rekstrarlundur, Rekstrarvörur, Stórkaup, Tandur
Ökutæki
Metan: N1, Olís, Orkan
Olíuhreinsir: Byko, N1, Olís
Tjöruhreinsir: Bónus, Byko, Hagkaup, N1, Olís, Skeljungur, Stórkaup
Framkvæmdir og byggingavörur
Gluggar: Byko
Gólfefni: Álfaborg, Bauhaus, Byko, Egill Árnason, Harðviðarval, Húsasmiðjan, Kjaran
Grunnur: Bauhaus, Byko, Flügger, Húsasmiðjan, Málning, Slippfélagið, Sérefni
Hljóðvistarplötur: Bauhaus, Holmris, Húsasmiðjan
Innimálning: Bauhaus, Byko, Farver, Flügger, Húsasmiðjan, Málning, Múrbúðin, Slippfélagið, Sérefni, Søstrene Grene
Innréttingar: Fanntófell (borðplötur), HTH innréttingar
Kítti: Flügger, Húsasmiðjan, Sérefni
Lakk: Farver, Flügger, Húsasmiðjan, Múrbúðin, Slippfélagið, Sérefni
Lím/límbönd: Húsasmiðjan
MDF plötur: Húsasmiðjan
Pallaefni: Húsasmiðjan
Penslasápa: Byko, Farver, Húsasmiðjan, Málning, Slippfélagið, Sérefni
Skjólveggir: Húsasmiðjan
Sparsl: Byko, Farver, Flügger, Húsasmiðjan, Málning, Slippfélagið, Sérefni
Spónarplötur: Byko, Húsasmiðjan
Timbur (meðhöndlað): Bauhaus, Byko, Húsasmiðjan
Útimálning: Bauhaus, Flügger, Húsasmiðjan (þakmálning), Sérefni
Veggja- og/eða loftklæðningar: Húsasmiðjan
Viðarvörn: Bauhaus, Flügger, Húsasmiðjan
Vinnustaðurinn
Handþurrkur: Tandur
Hótel- og farfuglaheimili: Dalur HI Hostel, Grand hótel Reykjavík, Hótel Eldhestar, Hótel Fljótshlíð, Hótel Rauðaskriða, Loft HI Hostel
Minnisbók: Penninn
Pappír: A4, Penninn, Rekstrarvörur, Stórkaup.
Prentarar: A4, Tölvutek
Prentþjónustur: Háskólaprent, Héraðsprent, Litla prent, Litróf, Pixel, Prentmet.Oddi, Prentmiðlun, Svansprent, Ísafoldar prentsmiðja
Rafhlöður: Krónan, Nettó
Ráðstefnurými: Harpa
Ræstiþjónusta: Allt hreint, AÞ-Þrif, Dagar, Eignaumsjá, Eignaþrif, Fjarðaþrif, Hreint, iClean, RæstiTækni, Sólar
Skrifstofuhúsgögn: A4, Epal, Penninn
Stíla- og reikningsbækur/blokkir: Penninn
Umslög: Penninn
Umhirða og snyrtivörur
Baðolía: Krónan, Stórkaup
Brúnkumús: Krónan
Hárvörur: Fakó, Bónus, Krónan, Lindex, Nettó, Stórkaup, Zenz hárgreiðslustofa.
Hreinsiklútar: Flying Tiger, Krónan, Nettó, Prís
Krem og serum: Fakó, Krónan, Lyfja, Nettó, Stórkaup, Søstrene Grene, Tandur
Naglalakkhreinsir: Krónan, Lyfjaver, Nettó
Sápur: Bónus, Fakó, Garri, Hrím, Krónan, Nettó, Prís, Rekstrarvörur, Stórkaup, Tandur
Sólarvörn: Fakó, Krambúðin, Krónan, Lyf og heilsa, Lyfja, Nettó
Svitalyktaeyðir: Bónus, Flying Tiger (klútar), Krónan, Nettó
Tannkrem: Krónan, Nettó
Varasalvi: Krónan, Nettó
Selur þú Svansvottaða vöru?
Selur þín verslun Svansvottaðar vörur en nafnið vantar á listann? Sendu okkur línu og við bætum úr því.
Af hverju að kaupa Svansvottað?
Það er einfalt svar! Svansvottaðar vörur eru betri fyrir umhverfið og heilsuna.
Þær eru yfirleitt ekki dýrari og er nú víðfundnar í verslunum á Íslandi.
Meira um Svansmerkið
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna, stofnað árið 1989. Meginmarkmið Svansins er að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti.
Svansmerkið er lífsferilsmerki sem þýðir að settar eru kröfur sem taka á öllum lífsferli vörunnar eða þjónustunnar sem um ræðir – allt frá hráefnum, framleiðslu, neyslu og úrgangi.