Svansdagar 2024
Vilt þú velja vel fyrir umhverfið, en þér fallast hendur í búðinni þegar þú sérð öll „grænu“ merkin?
Ef það er eitt sem þú getur treyst, þá er það að norræna umhverfismerkið Svanurinn setur strangar kröfur á vörur og þjónustu til að auðvelda þér ákvarðanatökuna
– þess vegna treysta 80% Íslendinga Svaninum!
Hvar fást Svansvottaðar vörur?
Hér fyrir neðan höfum við tekið saman hvar Svansvottaðar vörur er að finna á Íslandi. Þær eru á fleiri stöðum en þig hefði nokkurn tíma grunað.
Smávörur
Snyrtivörur, hreinlætisvörur og þrif
Húsgögn
Skrifstofuhúsgögn: Epal, Penninn
Sófar: Penninn (áklæðið)
Framkvæmdir og byggingavörur
Spónarplötur: BYKO, Húsasmiðjan
Timbur: BYKO
Selur þú Svansvottaða vöru?
Selur þín verslun Svansvottaðar vörur en nafnið vantar á listann? Sendu okkur línu og við bætum úr því.
Af hverju að kaupa Svansvottað?
Það er einfalt svar! Svansvottaðar vörur eru betri fyrir umhverfið og heilsuna.
Þær eru yfirleitt ekki dýrari og er nú víðfundnar í verslunum á Íslandi.
Meira um Svansmerkið
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna, stofnað árið 1989. Meginmarkmið Svansins er að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti.
Svansmerkið er lífsferilsmerki sem þýðir að settar eru kröfur sem taka á öllum lífsferli vörunnar eða þjónustunnar sem um ræðir – allt frá hráefnum, framleiðslu, neyslu og úrgangi.