fbpx

Vöru- og þjónustuflokkar

Aðeins er hægt að votta þær vörur og þjónustu sem Svanurinn hefur þróað viðmið fyrir. Svanurinn nær yfir um 60 vöruflokka og þar undir er hægt að votta um 200 mismunandi vörur. Hægt er að sjá vöruflokkana hér.

Um 95% Íslendinga þekkja Svaninn sem gerir merkið eitt þekktasta neytendamerki á markaði hérlendis. Svanurinn einfaldar einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum að velja vörur sem framleiddar eru með lágmarks áhrifum á umhverfið og heilsu. Svansvottun er markviss leið til að tryggja árangur í umhverfismálum og skapa sér sérstöðu á samkeppnismarkaði.

Þær vörur sem við sjáum í verslunum hérlendis eru að mestu fluttar inn frá Norðurlöndunum og vottaðar af  Svaninum í einhverju Norðurlandanna. Það hefur aukist að íslenskir vöruframleiðendur sæki um Svaninn og vonandi eykst framboð af Svansvottuðum íslenskum vörum á næstu árum.

Þeir viðmiðaflokkar sem vottað hefur verið eftir hérlendis eru:

  • 013 – Viðhaldsvörur fyrir farartæki
  • 026 – Ræstiefni
  • 041 – Prentþjónustur
  • 055 – Hótel og aðrir gististaðir
  • 065 – Ræstiefni og fituleysir fyrir iðnað
  • 076 – Ræstingaþjónusta
  • 079 – Dagvöruverslanir
  • 080 – Þvottaefni fyrir uppþvottavélar í iðnaðareldhúsum
  • 089 – Nýbyggingar
  • 096 – Innanhúsmálning og -lökk
  • 099 – Fljótandi og loftkennd eldsneyti
  • 102 – Viðhald og endurbætur mannvirkja
  • 110 – Veitingarekstur og ráðstefnurými (án gistingar)

Hvað er hægt að votta

Gjaldskrá

Kostnaður við Svaninn skiptist í umsóknargjald sem greitt er þegar sótt er um og árgjald sem er greitt árlega eftir að fyrirtækið fær vottun (ath. neðangreint gildir ekki fyrir byggingar).

Umsóknargjald:

  • 215.000 fyrir lítil fyrirtæki (minna en 10 ársverk og heildarveltu undir 200. m.kr.)*
  • 430.000 fyrir stærri fyrirtæki*

*Ef sótt er um fleiri en 4 vörur undir einni umsókn er innheimt gjald fyrir hverja vöru umfram það að upphæð 65.000 kr. Ef sótt er um fleiri en 8 vörur undir vöruflokknum málning er innheimt gjald fyrir hverja vöru umfram það að upphæð 50.000 kr.

Árgjald*:

  • 0,15% af árlegri veltu þjónustu
  • 0,3% af árlegri veltu vottaðrar vöru

*Afsláttur ef velta fer yfir ákveðna upphæð og hágmarks- og lágmarksgjald fyrir hvern vöruflokk

Tengiliður

Guðrún Lilja Kristinsdóttir

Sérfræðingur

gudrunk@ust.is

591 2000