fbpx

Dagvöruverslanir

Svansvottun dagvöruverslana er mikilvægur hlekkur í að auka umhverfisvitund neytenda með að ýta undir sýnileika umhverfisvænna kosta. Flestir neytendur heimsækja dagvöruverslanir mjög reglulega og því geta áherslur verslana skilað sér í því að fleiri velji umhverfisvottaðar vörur og lífræn matvæli. Svansvottun er markviss leið til að tryggja árangur í umhverfismálum og skapa sér sérstöðu á samkeppnismarkaði.

Viðmiðin

Viðmiðin byggjast á tilteknum fjölda skyldukrafna ásamt stigakerfi þar sem þarf að ná lágmarksfjölda stiga til að hljóta vottunina. Ef verslunin stenst allar skyldukröfur og nær lágmarks fjölda stiga hún hlotið Svansvottun. Í viðmiðum Svansins fyrir dagvöruverslanir er áhersla lögð á eftirfarandi atriði:

  • Úrval af umhverfisvottuðum vörum í verslun
  • Úrval af lífrænt vottuðum matvælum í verslun
  • Matarsóun og aðgerðir til að draga úr matarsóun
  • Lágmarka orkunotkun og innleiða orkusparandi aðgerðir
  • Lágmarka magn blandaðs úrgangs

Gjaldskrá

Kostnaður við Svansvottun skiptist í umsóknargjald sem greitt er þegar sótt er um og árgjald sem er greitt árlega eftir að fyrirtækið fær vottun.

Umsóknargjald:

  • 215.000 ISK fyrir lítil fyrirtæki (minna en 10 ársverk og heildarveltu undir 200. m.kr.)
  • 430.000 ISK fyrir stærri fyrirtæki

Árgjald:

  • 250.000 ISK fyrir hverja verslun allt að 5 verslunum
  • 125.000 ISK fyrir hverja verslun þegar fjöldi þeirra er 6-14
  • 67.500 ISK fyrir hverja verslun umfram 15 verslanir

Tengiliður

Katla Þöll Þórleifsdóttir

Sérfræðingur

katla.thorleifsdottir@umhverfisstofnun.is

591 2000

Reynslusaga

Heiðdís Inga Hilmarsdóttir
Verkefnastjóri sjálfbærnimála

Af hverju völduð þið að Svansvotta tvær af verslunum Krónunnar
Skilyrði Svansvottuninnar endurspegla markmið okkar hjá Krónunni, og því var það borðleggjandi að við ynnum að vottun. Sem hluti af okkar sjálfbærnivegferð er vottunin í raun staðfesting á að við séum á réttri leið og að gera vel í umhverfismálum.

Hver er ávinningurinn af Svansvottun fyrir ykkur og umhverfið
Ávinningarnir eru margir, en Svansvottun hjálpar okkur að að móta skýra stefnu í sjálfbærnimálum og veitir okkur aðhald. Þetta er líka ákveðið samskiptatól til okkar viðskiptavina og starfsmanna, þar sem vottunin ýtir undir trúðverðugleika og kemur í veg fyrir grænþvott. Að lokum styrkir vottunin aðgreiningu okkar á markaði og gerir okkur leiðandi í sjálfbærni.

Mælir þú með því að fara í gegnum Svansvottunarferlið?
Við mælum með því að fara í gegnum Svansvottunarferlið fyrir alla, hvort sem þau séu með þjónustu, vöru eða rekstur. Ávinningurinn er margvíslegur og leið fyrir fyrirtæki til að móta skýra stefnu, áherslur og gildi með tilliti til umhverfisins.

Hvaða framþróun á Svansvottuninni sérð þú fyrir þér í framtíðinni
Fyrirtæki ættu að vera duglegri, og jafnvel skyldug, til að sýna umhverfisáhrif sinna vara eða þjónustu. Það á að vera auðvelt fyrir neytandann að gera rétt, og því vonum við að enn fleiri fyrirtæki vinni að því að hljóta Svaninn. Framtíðarsýn okkar í Krónunni er að hjálpa viðskiptavinum að lifa heilbrigðum og sjálfbærum lífsstíl og teljum við að Svansvottunin hjálpi okkar að ná því markmiði.